Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 64
Skipstjórnarkennslan útí á landi Útvegsmannafélagiö greiðir húsaleiguna Á Höfn í Hornafirði er starf- rækt skipstjómarbraut sem gefur 1. stigs réttindi. Guðmundur Ingi Sigurbjömsson skólastjóri Gagn- fræðaskólans, tjáði blaðinu að slíkt nám hafi einnig verið á veg- um skólans í hitteðfyrra og mein- ingin sé að svo verði annað hvert ár. Hitt árið er boðið upp á iðn- nám í skólanum á Höfn. — Við viljum leggja áherslu á gæði námsins og ætlum okkur því að halda okkur við þetta fyrsta stig, segir Guðmundur Ingi. Reynslan varð sú að þeir sem voru hjá okkur í hitteðfyrra fóru lang flestir í Stýrimannaskólann í Reykjavík og luku þar 2. stigi. Það þyrfti að kosta svo miklu til hér, ef bæta ætti öðru stiginu við, að við teljum það ekki forsvaranlegt. Samstarfið við útvegsmenn hér á staðnum hefur verið einstakt. Við þurfum að leigja hús fyrir kennsluna og leiguna af því borg- ar útvegsmannafélagið. Einnig höfum við þurft að fjárfesta í ýmsum kennslutækjum og hafa þeir aðstoðað okkur mjög við það. Ég tel að svona velvilji sé mjög fátíður og hann er sannarlega hvatning fyrir okkur. — Hve margir nemendur stunda nám hjá ykkur? — Það eru 15 nemendur í þessu núna. Af þeim eru sex að- komumenn. Við tókum á leigu einbýlishús og leigjum þeim her- bergi þar. Þetta er eini skólinn á Austurlandi sem býður upp á skipstjórnarnám og sækja nem- endur hingað, af fjörðunum, allt norðan frá Neskaupstað. Annars eru nú tengsl okkar við Austur- landið kapituli út af fyrir sig því í raun tilheyrum við Austurlandi hvorki landfræðilega né að við eigum samleið með þeim í öðrum málum. Þetta getur komið sér illa t.d. fyrir krakka sem sækja um inngöngu í fjölbrautaskóla á höfuðborgarsvæðinu, en fá ekki inngöngu því þau eiga að fara í Menntaskólann á Egilsstöðum. Nemendur eru hér á öllum aldri, þó nokkuð margir fjöl- skyldufeður sem eiga jafnvel böm á framhaldsskólaaldri. Það er mjög gott fyrir þessa menn að geta náð sér í 120 tonna réttindin hér því þeir létu líklega ekki verða af því ef þeir þyrftu að fara eitthvað annað til þess. Við rekum þessa braut alveg sjálfstætt, erum með einn kennara sem kennir allar sérhæfðu grein- arnar en almennu bóklegu grein- arnar sjá kennarar úr Gagn- fræðaskólanum um. Við höfum boðið upp á sjóvinnu sem val í 9. bekk en áhuginn er lítill og ekki nógur til að slíkt sé starfrækt. Krakkarnir fá líklega nóg af fisk- vinnu á sumrin og nenna ekki að standa í neinu slíku í skólanum á veturna. e.Þ. Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. 64 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.