Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 66
Ástæðurnar fyrir því að deildin
lagðist niður taldi Guðmundur
helstar þær að námið var aðeins
auglýst með einni línu í auglýs-
ingu frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík en enginn annaráróður
rekinn. Ef menn spurðust fyrir um
námið urðu forráðamenn þess að
svara því til að ef tíu nemendur
fengjust yrði deildin starfrækt,
annars ekki. Það kom svo ekki í
ljós fyrr en umsóknarfresturinn
rann út 20.ágúst en þá voru menn
oft búnir að ráðstafa sér annars
staðar vegna óvissunnar um það
Á ísafirði hefur skipstjórnar-
deild verið starfrækt í tengslum
við Iðnskólann síðan 1973. Björn
Baldursson nýráðinn skólastjóri
Iðnskólans var fremur daufur í
dálkinn þegar blaðamaður innti
hann eftir hvernig gengi að
mennta stýrimenn á ísafirði.
— Það eru aðeins fimm nem-
endur í stýrimannadeildinni hjá
okkur, þar af eru tveir sem taka
þetta sem valfag í menntaskólan-
um. Við kennum almennu bók-
legu greinamar með Iðnskóla-
nemum en Símon Helgason
kennir siglingafræði og hefur gert
það í fjölda mörg ár og Einar
Hreinsson sem er útskrifaður frá
háskólanum í Tromsö, sjóvinnu
og skipagerð.
Aðsóknin að vélaskóladeildinni
er líka mjög dræm í ár. Ég veit
ekki hvort orsökin er sú að skóla-
stjóraskipti áttu sér stað í sumar
þannig að sumarstarfið varð með
minnsta móti. í hitteðfyrra var hér
starfrækt 1. 2. og 3. stig Vélskóla
en í haust hófu aðeins fimm nem-
endur nám á 1. stigi.
66
hvort þeir gætu hafið nám á Ak-
ureyri.
Guðmundur taldi þörf á því að
heimamenn beittu sér meir fyrir
því að starfrækja slíkar deildir það
væri ekki hægt að láta menn að
sunnan ráða því vegna þess hve
þeir hefðu í raun lítilla hagsmuna
að gæta. Það er nauðsynlegt að
bjóða upp á sem fjölbreyttasta
verkmenntun heima í héruðunum
til að halda ungu fólki, það er
alltaf hætta á að það flytji suður ef
það sækir skóla þar, sagði Guð-
mundur að lokum. E.Þ.
Byrjaði 1942
Við náðum tali af Símoni
Helgasyni siglingafræðikennara
og inntum hann eftir því hvers
vegna aðsókn að stýrimannadeild
væri svo dræm í jafn stórum fisk-
veiðabæ og ísafjörður er.
— Það hefur legið í landi lengi
hér á ísafirði, segir Símon að sjó-
menn fara ekki í Stýrimannaskól-
ann, þeir fara bara beint á sjóinn
og eru þar. Það var sagt að Þor-
steinn Eyfirðingur sem var hér
fjarska mikill fiskimaður, hafi lært
hér inni á Skeiðinu. Hann var al-
veg ómenntaður en fiskaði vel.
Það hafa alla tíð verið fáir í stýri-
mannanámi frá ísafirði.
— Eru menn þá á undanþág-
um?
— Nei, togaraskipstjórarnir
eru allir með réttindi, sumir byrj-
uðu á námskeiði hjá mér 1958 og
fóru svo suður í skólann. Skip-
stjómarmenn á línubátunum eru
sumir með undanþágur, en hafa
allir 120 tonna réttindi af nám-
skeiðum hér heima.
Það þykir ekki eins mikil upp-
hefð núna og var áður að vera
skipstjóralærður. Það var litið upp
til mín heima í Súðavík, þó ekki sé
ég hár í loftinu, eftir að ég var
búinn með skólann.
— Hvenær byrjaðir þú að
kenna?
— Ég byrjaði fyrst 1942 með
námskeið. 1958 voru 50 manns hjá
mér á sex mánaða námskeiði sem
gaf 120 tonna réttindi. Þeir fóru
flest allir suður í skólann eftir það.
1973 byrjaði þetta í tengslum við
Iðnskólann. Fyrsta veturinn voru
um 20 rækjusjómenn heilan vetur
á kvöldnámskeiði sem gaf 120
tonna réttindi. Þeir komu í skól-
ann þegar þeir voru komnir heim
af rækjunni. Það var ekki tekið
eins strangt á þessu eins og nú er
gert enda voru þetta allt þaulæfðir
sjómenn.
— Er þetta fólk með lítinn
siglingatíma sem nú situr á skóla-
bekk?
— Já, það hafa verið konur í
þessu hér með engan siglingatíma.
Þær eru að undirbúa sig undir að
sigla á skemmtibátum, sem þær
eiga. Það er bara einn sjómaður
með fullan siglingatíma í þessu
núna svo er ungur strákur sem
líklega ætlar sér að verða sjómað-
ur og einn smiður. Menntskæl-
ingar hafa tekið þetta sem valfag
en ég efast um að þeir ætli sér að
stunda sjó í framtíðinni.
Þetta er einhver gamall vani hjá
ísfirðingum. Þeir fara bara á sjó-
inn en sleppa skólanum. E.Þ.
M
Hann vill ekki fara eftir ráð-
leggingum læknisins og hætta að
drekka — Hann segir að það séu
miklu fleiri gamlar fyllibytur en
gamlir læknar . ..
*
(Um leiðindaskjóðu) Hann
opnar aldrei munninn, nema að
hann hafi eitthvað að segja ...
VÍKINGUR
*....... '
Fara á sjóinn
en sleppa skólanum