Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 10
V í K I N G U R
mörg voru þau orð Hjálmars og hann
sleppti alveg að nefna kjallaragrein
Einars þar sem hann hrekur aðfínnsl-
ur Gunnars á svo einfaldan og ljósan
hátt að öllum má skiljast.
Viltu veðja?
í lokaorðum Hjálmars fæ ég aldeilis
að fmna til tevatnsins. Mér er lýst sem
óábyrgum fleiprara, og láti mig litlu
skipta hvort ég fer með rétt mál eða
rangt. Þetta er hefðbundin aðferð
Hafrómanna þegar þeir svara gagn-
rýni og hefur ekki lengur mikil áhrif á
mig. Eg verð þó að segja að Hjálmar
orðar sínar sendingar smekklegar en
venjan er þar á bæ. Hann vísar sérstak-
lega í umfjöllun mína um Barentshaf
og Norðursjó þessu til staðfestingar.
Blekkingum Hjálmars í sambandi
við Norðursjóinn svaraði ég hér að
framan. Um Barentshafið gegnir
öðru máli, þar hrundu fiskstofnarnir.
Af mörgum skýringum sem fram hafa
komið þykir mér þessi trúlegust: Fyrir
tilstuðlan ráðgefandi fiskifræðinga
var búið að veiða svo mikið af full-
orðnum þorski þegar stóri árgangur-
inn frá 1983 kom upp, að ekkert var til
að hamla á mód þeirri offjölgun sem
af þessum gífurlega stóra árgangi
hlaust. Afleiðingin varð hungursneyð
og fellir í hafinu. Auðvitað lifði hluti af
stofninum af og átan var fljót að ná sér
á strik eftir að meirihlutinn af þorskin-
um og loðnunni var dautt. Loðnan og
síldin náðu sér á strik í kjölfarið. Það af
þorskinum sem af komst lifir nú góðu
lífi og dafnar vel. Hafrófræðingarnir
býsnast rnikið út af 600 þús. tonna
hrygningarstofni af 1983 árgangi í
Barentshafmu og telja hann sönnun
þess að ekkert hrun hafi orðið þar. Má
ég minna á að þetta eru eftirstöðvarn-
ar af þeim stofni sem átti að standa
undir 900 þúsund tonna veiði í nokk-
ur ár, auk þess að endurnýja nokkur
hundruð þúsund tonna hrygningar-
stofn.
Hvað varð um hann? Ekki var hann
veiddur, eða hvað?
Að ráði fiskifræðinga var hann lát-
inn drepast úr hungri heldur en að
veiða hann dl nytja. Uppsveiflan nú er
eðlileg afleiðing af hruninu, því nið-
ursveiflan hratt af stað annarri sveiflu.
Og nú vil ég bjóða Hjálmari í svolít-
inn leik. Hann felst í því að við látum
framtíðina skera úr um hvor kenning-
in er réttari, þessi sem ég aðhyllist eða
sú opinbera Hafrókenning að friðun
og vernd og varfærni í veiðum skili
mestum arði af þorskstofninum. Ég
ætla að leyfa mér að setja fram spá um
framtíðina í Barentshafi. Hún er
þessi:
Ef þær þjóðir sem eiga veiðirétt í
Barentshafi bera ekki gæfu til að veiða
mikið úr þessum ört vaxandi þorsk-
stofni og sem jafnast úr öllum árgöng-
um, heldur fara að ráðgjöf fiskifræð-
inganna um friðun og vernd, þá nær
uppsveiflan hámarki og nýtt hrun
verður innan 6-8 ára.
Að þeim tíma liðnum getum við
Hjálmar þeyst fram á ritvöllinn á ný og
gengið úr skugga um hvort annar
hvor okkar fer a.m.k. nokkurn veginn
með rétt mál. +
Allt til logsuðu og logskurðar
AGA X11 logsuðutækjasetl.
... ÍSAGA HF.
BREIÐHÖFÐA11 • REYKJAVÍK • SÍMI 91-672420 • FAX 673997
10