Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 23
PANTANASÍMI: 91-81-23-
Lyfjakyslur í
báta og skip
t HAFNARFJARÐAR APÓTEK1
Strandgötu 34 - Símar: 50090 og 51600 - Pósthólf 214 - Fax 50712
hefur ekki náð fram að ganga þegar
þetta er párað á blað. Pólverjar eru í
sama vanda, vantar mat en eiga ekki
aur. Þótt við séum allra manna bestir
þá þurfum við peninga fyrir okkar
framleiðslu til að geta keypt nýja bíla
og það annað sem hugurinn girnist.
álítið er unnið af síld á Vestur-
WSM Evrópumarkað og til Japan. En
það sem verður unnið til manneldis á
þessari vertíð stefnir í að verða með
allra minnsta móti, svo segja rná að
ekkert sé annað að gera en moka síld-
inni í gúanó, nema nýjar leiðir opnist
til að við getum framleitt og selt síldina
saltaða, frysta, flakaða eða súrsaða til
manneldis. Við höfum síld, verksmiðj-
ur og fólk til að búa til afbragðs góðan
mat, en þeir sem vilja neyta eiga ekki
peninga. Þar strandar allt. Ekki er
mjög upplífgandi að hugsa bara um
vandamál en þau leita þétt á, því eins
og allir aðrir launþegar þurfa sjómenn
að berjast fyrir bættum kjörum.
amningar hafa verið Iausir frá
Kal því snemma í haust og, að því er
ég best veit, fáir eða engir fundir verið
haldnir enda mikið að gera hjá Vinnu-
veitendasambandinu sent fer með
samningaumboðið fyrir L.I.U. Þar eð
V.S.I. hefur nú á sinni könnu samn-
ingagerð við allflesta launþega í land-
inu er kannski eðlilegt að hægt gangi,
nú og vilji þeirra til samninga ekki
mikill að því er séð verður. Enda
ganga þeir á undan með þá skoðun að
allt sé á hausnum.
g held að þessir kallar ættu að
fara til sjós og læra örlitla bjart-
sýni af okkur sjómönnum. Ég tel að
aðalkrafa okkar verði að ná aftur
skerðingu sjómannaafsláttar með ein-
hverjum ráðum þannig að sjómenn,
sem eingöngu hafa tekjur af sjó-
mennsku, njóti sjómannaafsláttar að
fullu svo sem verið hefur. 1 annan stað
jöfnun á kjörum sjómanna, það er
ekki eðlilegt að ntenn vinni sömu
vinnu á mismunandi lágmarkstrygg-
ingu og mismunandi orlofsgreiðslum,
svo eitthvað sé nefnt. Margt fleira væri
hægt að tíunda þótt ég geri það ekki
nú, því það fer nú að styttast á síldar-
miðin. Þar er lítið um að vera og flot-
inn í hálfgerðu reiðileysi, spáin frekar
slærn og útlitið ekki bjart í augnablik-
inu.
Nú, en það gerir ekkert til því þetta
verður bara betra á morgun. ^
23