Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 24
„Við röltum niður á bryggju og sáum þar gamlan mann sitjancli á polla. Viðfórum að rabba við liann og þá kom í Ijós að hann var hátt á nírœðisaldri, enfurðu skýr og hafði verið á Islandi einhverntíma fyrr á lífsleiðinni. Þegar við hœttum að spjalla saman, reis hann á fœtur, studdist við stafinn sinn að mótorhjóli, sem stóð þar skammt frá, settist á bak og keyrði í burtu. Ég varð gáttaður á þessu og hafði orð á því við nœrstaddan mann að það gceti verið hættulegt að svo gamall maður vœri á mótorhjóli. - Já, hann, sagði maðurinn, -hann er orðinn svo ónýtur í löppunum að hann getur ekkert gengið. “ ■ Gestur Gunnarsson er að segja sögur úr fríinu sínu í Færeyjum síðast liðið sumar, en hans nafn kom upp þegar dregið var um getrauna- vinning Víkingsins og Norrænu ferða- skrifstofunnar í fyrra. Hann fór með Sigrúnu konu sinni og Eyrúnu, átta ára gamalli dóttur þeirra, með M/F Norrænu til Færeyja. Þau höfðu bílinn sinn nteð, dvöldu í tæpar tvær vikur í Færeyjum, gistu oftast í tjaldi, óku um og skoðuðu eyjarnar, ræddu við heimafólk, hittu jafnvel gamla kunn- ingja og fóru að því loknu sömu leið heirn. „Það var búið að vara okkur við að fara í frí til Færeyja. Fólk sagði að þar væri alltaf rok og rigning og gersam- lega vonlaust að búa þar í tjaldi. En þetta var ástæðuiaust. Það er að vísu dálítið votviðrasamt í Færeyjum, en það er líka oftast einhversstaðar í eyj- unum sólskin. Maður keyt ir bara und- an vindi og það endar með því að mað- FERD TIL FÆREYJA „HANN GETUR EKKERT GENGIГ MÁBJÓDA ÞÉR í ÓDÝRT FRÍ? Við hjá Víkingnum ætlum í vor að draga um tvær ferðir til útlanda. Hver sá áskrifandi sem er skuldlaus við blaðið þegar dregið verður, er sjálfkrafa þátttakandi í útdrættinum. í boði eru ferð fyrir tvo með M/F Norröna, á vegum Norrænu ferðaskrifstofunnar, frá Seyðisfirði í júní til Þórshafnar í Færeyjum og aftur til baka, fyrir tvo með bílinn sinn með sér. Sá sem hlýtur þessa ferð ræður því hvenær hann vill koma til baka. Hin ferðin er á vegum Samvinnuferða-Landsýnar og er hálfsmánaðar ferð fyrir einn til einhvers sumardvalarstaðar sem ferðaskrifstofan heldur uppi leiguflugi til. Innifalið í vinningnum erfarseðill, hótel og morgunverður meðan á ferðinni stendur. Þeim sem ekki eru áskrifendur nú þegar en vilja verða það er bent á hversu einfalt er að láta þá ósk rætast. Allur galdurinn er að hringja í síma 91-624067, eða senda okkur línu í pósti eða á fax 91-629934. 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.