Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 15
V í K I N G U R BJORN S. STEFANSSON SOKNARSTJORNI STAD AFLAMARKS Það er kennt að það sé til tjóns að öllum sé heimil nýting á gceðum sjávar. Daninn Warming rökstuddi þetta fyrstur manna oþinberlega árið 1911. Hann hélt þvífram að sá sem teldi sér hag í sjósókn tæki ekki tillit til þess að sókn hans drægi úr afrakstri annarra. Ráð hans var það, að sjósókn yrði háð leyfi gegn gjaldi og miðaðist leyfafjöldinn við að verðmœti afla síðasta fiskimannsins, sem leyfi fengi, kostaði ekki meira en sókn hans. Athyglisvert er, að þama var um að ræða sóknarmark en ekki aflamark (sóknin mældist í fiskimönnum). Á þessum árum fylgdi rétturinn dl að leggia álagildrur í Dan- mörku jörðum. Arið 1931 reis Warm- ing upp dl varnar því fyrirkomulagi og gegn því að hverjum yrði frjálst að leggja gildru, eins og útgerðarmenn vildu. Hann sýndi fram á að með einkarétti til álaveiða fengist meiri arður en með því að gera álaveiðar að almenningsrétti. Athugum, að enn var um að ræða sóknarmark en ekki aflamark. Ábendingar Warmings lágu í þagn- argildi meðal fræðimanna. Það var fyrst upp úr miðri öldinni að farið var að ræða þessi mál í alþjóðlegum vís- indaritum, með sörnu rökum og sömu niðurstöðu, en án tilvísunar dl hans. Og áfrarn var um að ræða sóknarmark en ekki aflamark. Það vill að vísu svo til, að reiknuðu töfluna eða teiknaða líkanið sem felur í sér rök málsins, þar sem ákveðin sókn skilar ákveðnum afla, má eins túlka svo, að ákveðinn afli krefjist ákveð- innar sóknar, og komi þá út á eitt hvort sett er sóknarmark eða aflamark. En það er bara á blaðinu sem það kemur út á eitt. Ég vík að því síðar. Svo er annað mál, sem reyndir menn hafa bent á undanfarið, að fiskurinn (eða rækjan) finnst auðveldar þegar hann þéttir sig, þegar fleiri koma á miðin. Þannig hafa menn hag af því að bátum fjölgi, og það er hagur sem hver ein- stakur tekur ekki tillit til. Hvaða ráð hafa menn haft til að hafa hóf á nýdngu náttúrunnar? Fyrst eftir að það fór að þykja ráðlegt að draga úr mengun, var helzt rætt um að gera það með boðum og bönnum. Nú þykjast menn ná betri árangri með því að álykta um viðunandi heildarmeng- un, t. a. m. á ákveðnu vatnasviði, og gefa fyrirtækjum kost á að kaupa sér rétt til að menga það að því marki. Heimiluð heildarmengun miðast þá við að gæði og afrakstursgeta vatna- sviðsins haldist til frambúðar. Með því móti er ekki litið á afraksturinn af starfseminni sem álag á vatnasviðið, heldur miðað beint við álagið, en vita- skuld er afrakstur þess háður álagi. Aðferðin á að leiða til þess að fyrir- tæki, sem hefur mikinn arð af meng- andi starfsemi, lieldur áfrarn, en fyrir- tæki, sem hefur lítinn arð af mengun sinni, hættir slíkri starfsemi. Þar er því einnig um að ræða sóknarmark en ekki aflamark. Má beita slíkum ráðum til að hafa hóf á nýtingu sjávarins? Hliðstæðan er greinilega ekki fullkomin. Það er ekki mengun af fiskveiðum sem hefur þótt til vandræða, heldur óhófleg veiði. Hugsunin á bak við þá stjórn fiskveiða, sem hér hefur verið viðhöfð, er að ákveða heildarafla einstakra fisk- stofna, en ekki heildarálag á fiskislóð- irnar. Ýmsir hafa mælt með sóknarmarki, en lent í vandræðum með að benda á almennan mælikvarða á sókn við breytilega útgerðarhætti. Athugum hvort almennur tilkostn- aður við fiskveiðar getur verið mæli- kvarði á álag á fiskislóðirnar í heild. Skattframtöl eru vísbending um þenn- an tilkostnað. Mætti styðjast við þau til að ákveða hóflegt álag á fiskislóðir landsmanna? Hugsum okkur að hyggilegt þætti að draga úr sókn með því að minnka kostnað sjávarútvegsins um 10% miðað við árlegan meðal- kostnað síðastliðin þrjú ár. Það mætti gera með því að takmarka heimildir útgerðarfyrirtækja til að draga frá tekjum sínum við meðalrekstrarkostn- að áranna að frádregnum 10% (eða annarri tölu sem líklegt þætti að ætti við). Þarna er þá ekki með vinnufram- lag né fjármagnskostnaður. Þegar fiskveiðar eru stundaðar með annarri starfsemi gætu komið upp álitamál um hvað teljast skuli kostnað- ur við þær. Það kynni að þykja ófram- kvæmanlegt annað en halda sig við ákveðna rekstrarliði sem er auðvelt að hafa eftirlit með. Annað eftirlit virðist verða auðveldara en nú, svo sem það að aflatakmarkanir yrðu afnumdar og þar með hyrfi sú ástæða til að skjóta afia undan framtali eða kasta honum fyrir borð. Til að fá sveigjanleika, svo að ein- stök fyrirtæki geti ýmist aukið við sig eða dregið saman um meira en 10%, mætti Jieimildin til frádráttar vera framseljanleg, en eðli málsins sam- kvæmt yrði það aðeins dl árs í senn. Ætli almenningur sætd sig ekki betur við slíkt framsal en við núverandi framsal veiðiheimilda? Þegar áraði þannig að heppilegt þætti að herða heildarsókn, yrði aftur leyft að draga rekstrarkostnað að fullu frá tekjum til skatts. Margt yrði skoðað öðru vísi við þetta fyrirkomulag. Þarna er ekki gerður munur á fisktegundum, svo sem hvar þær standa í lífkeðjunni eða lífnetinu. Sóknin beindist á hverjum tíma að fisktegundum í samræmi við arðsvon. Það yrði hlutverk fiskifræðinga að meta árlegan heildarafrakstur sjávar- ins og rökstyðja hvort betur færi að herða sóknina eða draga úr henni. Megingildi þessa fyrirkomulags yrði að fiskifræðingar fengju það hlutverk að gera grein fyrir samhengi fæðu og þrifa einstakra fiskstofna og leggja á ráðin með tilliti til þess. + 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.