Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 34
■ ví K I N G U R ÚR EINU í ANNAÐ Krínglunnl. Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín fyrir vinnustaöi, bifreiðar og heimili. Almennur sími 689970. Beinar línur fyrir lækna 689935. Súðin á Hrafnistu Nýlega var tekinn í notkun nýr vinnusalur á Hrafnistu í Reykjavík. Þar með stórbatnar aðstaða heimilis- fólksins til vinnu og listmunagerðar. Salurinn hefír hlotið nafnið SÚÐIN og er alls 282 fermetrar að flatar- máli. Stjórnendum Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna var frá upphali ljóst hve mikilvægt var að heimilisfólk héldi áfram ýmiskonar vinnu eftir að það flytti á Hrafnistu. Þess vegna var líka lögð áhersla á að slík aðstaða væri fyrir hendi og að hún væri aðlaðandi. Þegar dvalarheimilið tók til starfa árið 1957 var þörf fyrir vistrými mjög brýn og næstu ár á eftir voru heimilismenn um 450. Á þeim árunt voru aðeins tvö dvalar- heimili fyrir aldraða í Reykavík, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og Hrafnista. Vistrými á Hrafnistu var þá 10 fermetrar pr. heimilismann. Á síðari árum hefir rofað til í málefnum aldraðra með tilkomu fleiri heimila fyrir fólk sem að mest- um hlutahefir lokið dagsverkinu. Þar með gafst tækifæri til þess að bæta aðstöðu heimilisfólksins á Hrafnistu. Súðarherbergi í tveim álmum bygg- ingarinnar hafa verið rýmd og þar sköpuð aðstaða fyrir vinnu og félags- starf heimilisfólksins. Súðin, vinnu- og tómstundasalur- inn sem nú hefur verið tekinn í notkun, er á rishæð E-álmu bygging- arinnar. Vinna við breytingar og endurbætur húsnæðisins hófst í október 1990. Þak salarins var endurbyggt að verulegu leyti, gluggar stækkaðir og rishæðin síðan einangruð að nýju og klædd innan með ljósum viði. í Súðinni er margskonar vinnuað- staða. Meðal þess má nefna leir- munagerð með nýjum brennsluofni. Þá er ný smíðastofa með nauðsynleg- um verkfærum á staðnum og vinnu- stofa fyrir veiðarfæragerð þar sem heintilismenn setja t. d. upp línu. Efri myndin er tekin við vígsluathöfnina þegar vistmenn njóta veitinga, en sú neðri sýnir roskinn sjómann sem nýtir nýju aðstöðuna í fyrsta sinn. Ljósm.: Björn Pálsson. Veiðarfæravinnslan var áður í kjallara. Margir fyrrverandi sjóntenn taka þar til hendi og halda þar með áfram að vinna sjálfum sér og þjóð- arbúinu. 34

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.