Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 28
VIKINGUR ÖDYRAR FERÐIR Eitt það fyrsta sem vekur athygli við komuna til Korfu er gróðurinn, hvít- kölkuð húsin og drifhvítar strendur með örsmáum víkum og vogum, þar sem létt bára leikur að steinvölum. Gamalt og nýtt blandast á eðlilegan hátt, þannig að þegar gengið er út af breiðstrætum nútímans er komið þangað sem asnakerrur silast um þröngar þorpsgötur. Á Korfu er fullkomin nútímaleg ferðaþjónusta sem heimamenn eru stoltir af. Þeir bjóða svo fjölbreytta dægradvöl að ótrúlegt er að nokkur maður geti látið sér leiðast þar í fríinu sínu. Þar er hægt að læra að kafa og sigla seglskútu, þar má sitja við borð á þorpstorgi og sötra öl, vín eða kaffi og hlusta á söng og horfa á dans á þjóð- lega vísu, þar má sökkva sér ofan í landafræði, sögu og menningu eyjar- innar og þeir sem vilja skvetta ærlega úr klaufunum á síðkvöldum eiga þess líka kost, og er þá aðeins fátt nefnt. Minningin um síðasta sumarfrí er haldreipið okkar á löngum vetrar- mánuðum. Þess vegn er ástæða til að fagna því að valkostum fjölgar. iwfuom SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR - ALLA-FJÖLSKYLDUNA i Stinga ekki jllr fínustu merinóull ->Mjög slitsterk m Má þvo viö 60°C Skátabúöin, Utilff, Hestamaöurinn, öll helstu kaupfélög, veiðafæraversl., sportvöruversl. Eyfjörð o.fl. i ;; 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.