Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 37
ÚREINUÍANNAÐ ----------------------------------- N o § ( LÍFTRYGGING 'j Nr. IÚH. 3.16 & „Því svo elskaði Guð heiminn, að Hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á Hann trúir E glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." ' '3 Greiðsla: Er að fullu fyrirfram greidd. í* ö. Greiðandi: Jesús Sonur Guðs. Greiðslustaður: Golgata, Jerúsalem. C) L Úlg.: lmmanúel ■ S. 626498 Póslhólf 7109 127 R. S Guðs börn. Þeim sem trúa á nafn hans.“ Jóh.l:12. Útbýtt var 50 Bibl- íum, 130 Nýja testamentum og 30 Passíusálmum. Einnig miklu af smærri Biblíuhlutum. Áberandi var hve nú var opið meðal Rússa og Pólvtrja. Nú var maður boðinn vel- kominn í allar vistarverur skipverja. Auðséð var að þá þyrsti eftir orði Guðs. Það kom fyrir að þeir settust niður á bryggjunni til að lesa Bibl- íuna er þeir höfðu fengið og oft var beðið með þeim. Hvílík náð. Einnig gáfum við þeim nokkuð af fatnaði og líka til Króatíu, og var það þakkað innilega. Alls var haft samband við fólk frá 40 þjóðum. Af því sést hvað fagnaðarerindið hefirborist víða af þessum vettvangi. Um 200 jólapakk- ar fóru til sjómanna sem voru að heiman á hinni helgu hátíð. I gegn- um það var þeirn fluttur sá dýrðleg- asti boðskapur sem nokkru sinni hefír verið boðaður: ,Yður er í dag frelsari fæddur." Lúk. 2:11. Margir hafa sagt mér að þetta skapi sérstaka stemmningu á nteðal þeirra. Ymisleg önnur þjónusta veitt svo sem með póst o.fl. sem oft kemur sér vel. Margir styðja við þetta starf á einn eða annan hátt. Á ég varla orð til að þakka alla þá velvild og kærleika. Eg bið Guð að blessa og varðveita alla sjómenn og þjóðina alla, og bið þess að á henni megi rætast orð Davíðs: „Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði.“ Sálnt. 33:12. Ég vil svo enda [ressar lfnur með orðum Jesú er liann talaði til fiski- mannanna við Galileuvatnið forðunt: „Komið og fylgið mér.“ Matt. 4:19. í Guðs friði, Sigfús B. Valdimarsson Norsk gæsla í Namibíu Landhelgisgæsla Namibíu verður byggð upp að norskri fyrirmynd og Norðmenn hjálpa til við að koma henni á laggirnar. Norska „Þróunar- samvinnustofnunin" mun tilnefna foringja dl að leiðbeina „Gæslunni" í Namibíu, en norska varnarmálaráðu- neytið hefur einnig áhuga á málinu. Nú þegar hafa foringjar úr norsku Gæslunni heimsóttNamibíu til að kanna aðstæður og 20-30 Namibíu- mönnum verður kennt að skipu- leggja landhelgisgæslu. Það var norska utanríkisþjónustan sem átti frumkvæðið að þessu og nú rnunu Norðmenn einnig vera farnir að rabba við forráðamenn í Nicaragua um að skipuleggja landhelgisgæsluna þar. Kaupskipin og mönnun þeirra Eitt af stærstu hagsmunamálum sjómanna á kaupskipaflotanum er að halda störfum sínum. Þar er þó við ramman reip að draga því stöðugt fækkar skipunum sem sigla undir íslenskum fána. Um leið lækkar hlutfall íslendinga um borð en hlutur útlendinga eykst. Hér að neðan birtum við tölur um hvernig stöður eru skipaðar um borð í íslenskum kaupskipum og sömuleiðis um fjölda skipanna í eigu íslensku skipafélaganna og undir hvaða fánum þau sigla. Töl- urnar greina frá stöðunni 1. jan. s.l. og innan sviga eru tölurnar frá 1. feb. í fyrra, til samanburðar. Ætlun- in er aðbirta nýjustu tölur urn þetta hér í þættinum „Úr einu í annað" í framtíðinni, til að auðvelda lesend- um að fylgjast með þróuninni. Tölurnar eru fengnar frá Stýri- mannafélagi Islands. Stöðuf jöldi á skipum sem gerð eru út af útgerðum innan SÍK. Jan. 1992 (Febr. 1991) íslendingar. Útlendingar. Samtals. Skipstjórar 30 (34) 6 (7) 36 (41) Stýrimenn 51 (63) 20 (13) 71 (76) Vélstjórar 60 (69) 22 (25) 82 (94) Loftskeytamenn 1 (1) 2(1) 3(2) Brytar/matsv. 22 (28) 14 (12) 36 (40) Bátsm./hásetar 110 (128) 31 (36) 141 (164) Vélaverðir/u. menn vél. 16 (21) 17 (18) 33 (39) Þernur/messar 6(6) 6(6) 296 (350) 112 (112) 408 (462) Jan.1992 72,5% 27,5% Febr. 1991 75,8% 24,2% Jan.1990 81,5% 18,5% Á töflunni um skipafjölda sést að skipunum hefur fækkað um fimm á þessum 11 mánuðum, en hin taflan leiðir í Ijós að störfum um borð hefur fækkað um 54 á sama tima og fækkunin hefur öll bitnað á íslendingum, f jöldi útlendinga um borð er óbreytt- ur. Fjöldi skipa sem gerð eru út á vegum útgerða. innan SÍK 1. jan. 1992 (febr. 1991) ÍSL. DIS NIS Þægf. Samt. Eimskip 6(8) 7 (7) 13 (15) Samskip 4(4) (1) 1(1) 3(4) 8(10) Nesskip 1 (1) 6 (6) 7 (7) Nes (2) 3(1) 3(3) Ríkisskip 3(3) 3(3) G. Guðjónss. l (!) 1 (1) Jöklar 1 (1) 1(1) Gláma (1) (1) 15 (19) (1) 5(4) 16(17) 36(41) Tímaleiguskip eru Þurrleiguskip eru 1 eigu útgerðanna eru 3(5) 2(2) 31 (34) 36 (41) skip 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.