Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Page 28
Bernharð Haraldsson
Stýrimannanám
við Eyjafjörð
Arið 1852 hafði Torfi Halldórsson,
sem Vestfirðingar höfðu sent til Dan-
merkur til náms í stýrimannafræði, hafið
kennslu í fræðum sínum á ísafirði. Par
með var settur á fót fyrsti stýrimanna-
skólinn á íslandi. Um líkt leyti eru Ey-
firðingar farnir að gera sér grein fyrir
nauðsyn á þekkingu i stýrimannafræðum
BERNHARÐ
HARALDSSON
CURRICULUM
YITAE BREVIS
Fæddur 1. febrúar 1939 í Árnesi í
Glerárþorpi. Stúdent frá MA 1959,
stundaði nám í fýskalandi 1959-60,
landfræðingur frá HÍ 1966, með
mannkynnsögu sem aukagrein og próf
i uppcldis- og kennslufræði. Fram-
haldsnám í hagrænni landafræði við
Kaupmannarhafnarháskóla 1988-9.
Kennari við Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar 1960-2, Gagnfræðaskóla Vestur-
bæjar í Reykjavík 1966-7, Gagnfræða-
skóla Akureyrar 1967-1983, skóla-
meistari Verkmenntaskólans á Akur-
eyri 1984-1999. Hefur stundað ýmis
ritstörí síðan.
Grein sti, sem hér er birt, er hluti af
verki Itans um verkmcnntun við Eyja-
fjörð og Verknrennlaskólann á Akur-
eyri og var skriluð með styrk frá
mennlamálaráðuneytinu.
og fóru allnokkrir ungir menn vestur á
ísafjörð til að nema sjómannafræði. Árið
1855 fóru þrír ungir menn utan til að
nema sjómannafræði, allir norðlenskir:
Gunnlaugur Gunnlaugsson, Jóhannes
Sigurðsson og Gottskálk Jónsson, ári síð-
ar Jón Loftsson, er síðar kemur við sögu.
Jóhannes og Gottskálk urðu skammlífir,
svo Gunnlaugur og Jón voru þá þeir einu
á Norðurlandi, er höfðu fullgilt, erlent
skipstjórapróf.
En það var ekki einungis, að menn
færu utan til náms, heldur var hafist
handa utn kennslu í sjómannafræðum
við Eyjafjörð. Sá, sem þar mun fyrstur
hafa riðið á vaðið, var hvorki sjómaður
að starfi né menntun, hann var bóndi,
gullsmiður, barnakennari og alþingis-
maður. Petta var Einar Ásmundsson í
Nesi við Eyjafjörð. Hann var mikill eld-
hugi urn framfarir. Hann stundaði sjálfs-
nám og var t.d. mjög vel læs á ensku og
þýsku svo og fær í stærðfræði, landa-
fræði og sögu. Hann stundaði og útgerð
og hafði verulegan hagnað af hákarla-
veiðum.
„Einar átti ekki þann eina þátt í útgerð
sveitunga sinna, er varð til að bæta fjár-
hag hans. Merkilegust er kennsla hans í
sjómannafræðum, enn merkilegri vegna
þess, að sjálfur hafði hann eigi notið
nokkurrar kennslu í þeim fræðum og
aldrei sjó sótt. Undarlegt er til þess að
hugsa, að hann, landbóndinn, skuli hafa
kennt Tryggva á Látrum að „stýra og
sigla“.“
Kennsla Einars mun hafa staðið í full-
an áratug, frá 1860-1870 og hafa nem-
endur hans flestir ef ekki allir verið
norðlenskir, líklega einkum úr Eyjafjarð-
ar- og Pingeyjarsýslum.
„Pessi kennsla var mjög sérstæð fyrir
þær sakir að Einar byggði á eigin sjálfs-
námi og hyggjuviti og hafði aldrei sjálfur
stýrt skipi. Hann kenndi nemendum á
heimili sínu að vetrarlagi. Bókakosts og
nokkurra tækja hafði hann aflað sér frá
Danmörku. Meðal annars hafði hann sjó-
kort undir höndum og tæki til útsetning-
ar í sjókort; einnig sextant."
„Til er á Amtsbókasafninu á Akureyri
handrit að kennslubók í siglingafræði,
handskrifuð, um 140 síður í smáu broti.
Þó fór því fjarri, að Einar tæki að sér sjó-
mannakennsluna af einhvers konar gam-
anserni eða til þess að vita, hvað sér gæti
tekist. Hann gerði það af brýnni nauðsyn
sveitarinnar. Þegar skipin stækkuðu og
tóku að sigla lengra á haf út, varð ekki
komizt af með þá kunnáttu í'sjómennsku
er menn réðu yfir, enda var sú kunnátta
harla lítil, þar sem telja má, að sjó-
mennska hafi lítið verið rækt norðan
lands um aldir frarn að 1850.“
Einar í Nesi lét sér annt um nemendur
sína, kenndi þeinr ýmislegt, er ekki var
algengt í þá daga eins og að halda dag-
bækur, þar sem ekki skyldu eingöngu
talin upp aflabrögð, heldur einnig og
ýmislegar siglinga- og sjófræðilegar at-
huganir. Þetta sýnir, að hann hefur í
reynd verið í senn vísindahollur og langt
á undan samtíð sinni.
Skólijóns Loftssonar
Árið 1868 var Hið eyfirzka skipa-
ábyrgðarfélag stofnað. Einn helsti hvata-
maðurinn að stofnuninni var B. A.
Steincke, verslunarmaður á Akureyri og
var hann formaður þess. Félagið var
stofnað í kjölfar mikilla skiptapa á sjö-
unda áratugnum. En þar voru ekki bara
tryggingar, sem það hafði á sinni könnu.
Menntunarmál skipstjórnamanna voru
þar líka á dagskrá. „Einnig stuðlaði félag-
ið að stofnun sjómannaskóla norðan-
lands, veitti skóla Jóns skipstjóra Lofts-
sonar á Efra-Haganesi í Fljótum fjárhags-
legan stuðning."
„Haustið 1870 auglýsti stjórn þess „-
kennslu í siglingafræði og sjómannastörf-
um“, Jón Loftsson hefði verið ráðinn
kennari og yrði kennt á heimili hans,
Efra-Haganesi í Fljótum. Námstíminn
yrði þrír mánuðir; frá janúarbyrjun til
marsloka. Umsóknir bárust svo rnargar,
að ekki var hægt að sinna þeim öllum
vegna rúmleysis. Skóli þessi var einnig
starfandi með sama sniði fyrstu þrjá
mánuði ársins 1872, og útskrifaði Jón þá
um vorið níu nemendur, sjö með fyrstu
einkunn og tvo með aðra einkunn.“
Jón Loftsson var forstöðumaður fyrsta
stýrimannaskóla Norðlendinga, en hann
starfaði aðeins skamma hríð eða árin
1870-1872. Jón Loftsson var Hríseyingur,
28 - Sjómannablaðið Víkingur