Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 9
NÁTTÚRUFR. § bending um ]»að, „andi Geysis“ væri vakandi í djúpinu, og1 sem í'orboði fyrir gosi. Mér var ]»að fjarri skapi, að hann færi að gjósa þá þegar; nóttin hefði þá breitt huliðs-blæju sína yfir þessa dýrlegu sjón. Eg tjaldaði á næsta grasfleti við Geysi og hafði fylgdarsvein- inn hjá mér, en Páll prestur fór heim að Laugum og gisti þar um nóttina. Það var logn um nóttina og mjög dimmt uppi yfir. Ekkert heyrði eg, nema suðuna í hvernum. Eg hlýddi á þessar kynja- raddir; eg ætlaði að vaka, en þessar næturraddir svæfðu mig. Þegar eg vaknaði, lcl. 5, þá var orðið bjart í tjaldinu. Fylgdar- sveinn minn svaf fast; hann átti að vaka fyrir mig, og hafa gæt- ur á Geysi; en þó að hann væri bæði ötull og viljagóður, þá hafði svefninn og þreytan sigrað hann. Eg mun þó aldrei hafa sofið rétt við skálarbarminn á Geysi, meðan hann var að leika stórfenglega sjónleikinn sinn?“ Eg stökk eins og í ofboði út úr tjaldinu, til þess að vita, hvort svo hefði farið. Nei, ekki var það; skálin var barmafull, eins og kvöldið fyrir, og vatnið kyrrt að öðru leyti en því, að eitthvað 5 eða 6 smálækir runnu hér og þar út um skörð í skálarbarminum; þá varð mér aftur rótt innanbrjósts. Nú var komið óvenjulega fagurt veður, og var ekki annað sýnna, en að þetta yrði hinn indælasti sumardagur. Himininn var heiður, hvergi sást ský á lofti, og logn var og blíða. En hvað þetta gladdi mig; fór eg nú fyrir alvöru að svipast um, og festa mér útsýnið í minni. J>að hefir verið sagt, að í kring um hverina sé einkar skugga- legt og ömui-legt. Verið getur að svo sé stundum; í þetta sinn var það ekki. PJn eg sá þar lítið af þeim jarðspjöllum, sem sumir hafa gert svo mikið úr, því að þó hverahrúðurinn hafi eytt jurta- gróðrinum vitund sem næst hverunum, ]»á er það ekki mikið í augum þess manns, sem að undanförnu hefir haft fyrir sér ægilegt vald eyðingarinnar í sumum hraunbreiðunum á íslandi. Eg ímynda mér, að flestum löndum mínum mundi ]>ykja fallegt á þessum slóðum; mér fannst héraðið jafnvel brosa við mér í morg- unljómanum. Til vesturs er útsýnið lítt laðandi; þar er það lágt fell, Haukafell,* sem skyggir fyrir sjón; hverirnir liggja austan undir fellinu endilöngu, frá norðri til suðurs. Fyrir ofan hverina er mikið af fjallinu gróðurlaust og hrikalegt, mest-allt hrúður- * LaugufeH? I*

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.