Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 10
4 NÁTTÍmUli'lÍ menjar eftir horfna hveri, rauðleitar dyngjur, hver af annari, fullar af heitum eða sjóðandi leirhverum, hverfa þær ýmist á þessum staðnum og koma upp á öðrum. Til austurs takmarkast útsýnið af lágum hálsum, en á bak við þá gnæfir Hekla. Snjórinn á Heklu var að mestu runninn. En hvað hún var drottn- ingarleg, svipstór og þögul, eins og dimmblá keila; var sem hún hefði yfir sér dökkbláa heklu, og glitaða allavega löguðum fanna- blettum. Á milli hálsanna og Haukafells liggur víðáttumikið hérað, grösugur dalur, frá norðri til suðurs; væri sá dalur fagur, ef hann væri ekki eins votlendur og hann er. Eftir honum falla tvö vatns- föll, Hvítá og Tungufljót; en lítt sér til þeirra frá Geysi, því að íarvegirnir eru svo djúpir, að bakkarnir skyggja á. Bláfell ber við himni, fallegt fja.ll, einstakt, með þverhnýptum hömrum. Til suð- urs skyggir fjallaklasi fyrir útsýnið, og er hann ekki eins til- komumikill. — Sólin var komin upp. Nú fannst mér vel við eigandi, að hver- irnir færu að gera einhverja tilbreytingu í morgunkyrrðinni. Eg gekk þá að hver þeim, er Strokkur heitir, til þess að skoða hann, mér til skemmtunar. Eg vissi nóg dæmi til, að hægt væri að erta hann, og fá hann til að gjósa, með því að kasta í hann grjóti; en eg vildi ekki hafa svo ljótt athæfi á samvizkunni; held- ur vildi eg bíða og skoða því grandgæfilegar þennan merkilega hver; hann hefir langt um meiri goskraft að tiltölu en Geysir. Strokkur er 150 álnir fyrir sunnan Geysi. Um hveropið er lóðrétt kísilklöpp, eins að lit og lögun og Geysis-skálin. Skálar- barmurinn var einu sinni talsvert hærri; en einhverjir útlendir ferðalangar hafa gert sér það að leik, að brjóta úr barminum og varpa í hverinn til þes að flýta fyrir gosum hans; er all-stórt skarð í barminn á einum stað; veldur það því, að vatnssúlan nær ekki sínu rétta lagi, þegar hann gýs. En Strokkur hefir nú í 8 ár unnið að því ótrauður að drepa í skarð þetta, og tekizt það að nokkru leyti. Þegar eg kom að honum, var vatnið 3þá alin fyrir neðan skálarbarm, og sauð og vall ákaflega, svo að eg hefi aldrei séð neitt svipað því. Gufan gaus óaflátlega upp með þeim feikna krafti, að yfirborðið á vatninu varð að einu freyðandi löðri. Eg færði mig svo nærri honum, sem eg gat, og hallaði mér fram yfir opið, og sökkti mér algjörlega niður í, að virða fyrir mér hamaganginn í vatninu. En í sömu andránni heyrði eg ákaflega dynki niðri í jörðinni; mér þótti sem þeir kæmu frá Geysi, svo að mér varð litið þangað; datt mér í hug, að þeir kynnu að vera forboðar fyrir því, að nú ætlaði hanp

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.