Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 11
NÁTTÚRUFR.
5
nð fara að gjósa; ætlaði eg ]>á að flýta mér |>angað. En rétt ]>egar
eg var nýbúinn að snúa mér við, og hafði gengið fáein fet frá
Strokk, þá fann eg, að jörðin bifaðist undir fótum mér, og eg
heyrði einhvern ]>yt að baki mér, eitthvert undarlegt, hvínandi ösk-
ur; var eg þá ekki í neinum vafa um, hvað nú væri að gerast;
Strokkur var að gjósa, vatnið þeyttist 20 álnir upp í loftið, og rak
hver gusan aðra, og allt af jafn-hátt; stóð svo í 3 mínútur. Þá
féll vatnssúlan allt í einu, og kom að mestu niður á klöppina í
kring um hverinn; ]>ar kólnaði vatnið og féll síðan öllum megin
niður í tóma hverskálina. Af þessu varð einkennileg suða í hvern-
um, rétt eins og vatnið sogaðist niður í hann, og væri síðan
]>eytt upp aftur með miklum krafti. Svona fannst mér ]>að að
minnsta kosti hljóta að vera eftir hljóðinu að dæma, ]>ví að séð
gat eg það ekki; eg þorði ekki að gægjast fram á skálarbarminn,
]>ví að þá gat hann skvett á mig. Það er áreiðanlegt, að af þessu
hljóði kemur nafnið Strokkur, ]>ví að hljóðið líkist mjög því, er
strokkur er skekinn, en munurinn á styrkleika hljóðsins er auð-
vitað mikill.
Að 2 mínútum liðnum hóf Strokkur annað gos, hálfu fegra og
meira en hið fyrra; gekk þá vatnssúlan óslitin æ hærra og hærra,
unz hún varð 35—40 álna há, en allt af var hverinn í ákafa að
hnykkja á. Gufusúlan gekk langt um hærra en vatnssúlan, líkt og
reykjarsúla úr eldfjalli. Mér ]>ótti sérstaklega fagurt að sjá öfug-
streymið í vatnssúlunni; í henni miðri knúðist vatnið upp sem
ákafast, en steyptist síðan niður öllum megin í bunum; urðu
þær bunur síðan að úðahjúp utan um freyðandi súluna; ljómuðu
þær af öllum regnbogans litum. Þetta síðara gos stóð í 6 mín-
útur. Síðan hvarf vatnssúlan allt í einu, eins og í fyrra skiftið.
Strokkur gerði ]>ó tilraunir enn til að gjósa, en þær urðu ár-
angurslausar. Þá hættu dunurnar neðan jarðar, þær er mér virt-
ust koma frá Geysi, meðan á ]>essum gosum stóð. Vatnið hvarf
skyndilega 7 feta djúpt niður, en hækkaði brátt aftur, svo að
eigi voru nema 4 fet niður að því.
Hugsið ykkur nú þessa feikna-háu vatnssúlu, klædda öllum
litum rögnbogans, og umvafða blágráum þokuhjúpi; ]>essi sí-
breytilegi búningur kom út frá súlunni, ]>essum ólgandi jötni,
sem brunaði fram með skjótri svipan, í öllum sínum krafti, og
hverfur svo jafn-skyndilega aftur niður í undirdjúp hversins,
sem hann steig upp úr. Þeirri sjón gleymir maður að sjálfsögðu
aldrei; en engu að síður er örðugt að lýsa henni. Það hefir oft
verið reynt, en jafn-oft mistekizt. Svo fór fyrir mér; margt var