Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 12
6
NÁTTÚRCJFR.
það, sem fói’ fram hjá mér. Ef einhver ætti að lýsa slíku gosi,
svo að á megi byggja, ]>á verður hann bæði að hafa séð |>að oft.
og geta verið kaldur og gjörhugull við athuganir sínar. Hátign
]>essa sjónleiks hefir svo gagntakandi áhrif á áhorfandann, að
fáir munu geta lýst honum í fyrsta bragði; aðal-sjónin geymist
að vísu djúpt í sál hans, en smá-viðburðirnir fara fram hjá hon-
um, eða þeir verða óljós draumur. Svo fór mér að minnsta kosti,
og eg hygg, að mörgum öðrum hafi ekki tekizt hóti betur.
Að þessu búnu, athugaði eg laugarnar, Blesa og Viti, og
minni hverina. Litla-Strokk og Litla-Geysi; hitinn í þeim öllum
var fyrir neðan 90°, minnst 73° (Blesi).
Að þeim athugunum loknum, tók eg að búa mig undir að
mæla hitann í ]>eim Geysi og Strokk. Til þess varð eg að fara
heim að Laugum, til að ná í nauðsynleg áhöld til mælinganna; en
]>að tók dálítinn tíma. En á meðan á ]>ví stóð, kom ein vinnu-
konan á bænum, og sagði mér, að „hverinn ætlaði að fara að
hreinsa sig“; hún hafði farið ]>angað til að líta eftir búsmala
og reka hann dálítið fjær hvernum fyrir varúðar sakir. Fám dög-
um áður hafði hverinn gosið og ein kind farizt; gosið hafði bor-
ið svo brátt að, að kindin hafði ekki getað bjargað sér. Eg skildi
]>egar í stað, að stúlkan átti við Geysi. Nú varð að hafa hraðann
á. — Eg hljóp af stað, sem fætur toguðu, og kom þó of-seint,
|>ví að mér varð ósjálfrátt að nema staðar annað veifið. Eg gat
ekki bæði hlaupið og ]>ó athugað ]>essa furðusjón eins grand-
gæfilega og eg hefði viljað. Betta hafði verið eitt af hinum minni
gosum Geysis, því að skálin var ekki alveg tóm; en þó stórfurðaði
eg mig á vatnsmegninu. Vatnssúlan hófst víst ekki mun hærra
en í Strokk í síðara skiftið; en hún var þrefalt gildari, og með
]>ví að mestur hluti féll aftur niður á skálarbarminn, og rann
þar saman í breiðan skorning, sem vatnið hafði smám saman
rist sér í hrúðurinn, ]>á varð af vatninu dálítil á, og hefði eg
ekki viljað bjóðast til að vaða hana, ]>ó að vatnið í henni hefði
verið kalt.
Eg fekk, því miður, ekki að sjá þetta gos svo greinilega, að
eg geti sagt nokkuð frá |>ví, hvernig ]>að hafi verið í raun og
veru, því að eg var all-fjarri, einkum fyrst, en ]>ó einkum vegna
|>ess, að hægur norðanvindur bar gufumökkinn á móti mér, er
eg var að koma frá Laugum; sá eg því gosið næsta óglöggt.
Framh,