Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 14
8 NÁTTÚRUFR. fyrir vestan Vífilsfell; hafði veiðimaðurinn hitt þau í Kristjáns- dölum og elt þau þvert yfir brunahraunin unz hann náði færi á þeim við Sandfell. Síðla vetrar um 1890 komu 9 hreindýr í hóp, niður undir Smalaskála hjá Kaldárseli. Þá var heldur harður vet- ur og knappt um haga. Hreinar þessir urðu fyrir styggð af hund- um og flýðu norður fyrir Búrfell. Ólafur Þorvaldsson, sem nú er bóndi í Herdísarvík, kveðst hafa séð 4 hreindýr í október 1910. Lágu þau á hæð upp á Löngu- hlíðarfjöllum norðaustur af Vörðufelli, er hann sá þau fyrst. Komst hann mjög nærri þeim og gat um stund athugað þau í næði. Loks urðu þau vör við hann og tóku á rás. Hlupu þau stóran hring umhverfis hann og fóru á brolcki, en stukku eigi; en við og við stönzuðu þau til að athuga hvað manninum liði. Síðan héldu þau áfram í enn stærri hring, unz þau hurfu austur fyrir Brennisteins- fjöll. Dr. Bjarni Sæmundsson hefir sagt mér, eitt hreindýr hafi sézt nærri sjó, skammt fyrir vestan Grindavík, að vorlagi um 1877. Þótti það nýlunda, því að þau voru víst mjög fágæt svo utarlega á skaganum. Guðmundur Einarsson, listamaður, frá Miðdal, kveðst hafa séð tvö hreindýr í maí 1918 eða 1919. Voru þau suður hjá Blá- fjöllum. í september 1926 sá hann eitt ungt hreindýr nálægt Lykla- felli. Er það síðasta hreindýr, sem eg veit til að hafi sézt hér nær- lendis. Hann kveðst og hafa séð spor eftir hreindýr að vetrarlagi upp á Heiðinni-há, fyrir 3—4 árum síðan. Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum hefir sagt mér að all-mik- ið hafði verið af hreindýrum á austur hluta skagans, einkum kring- um Bláfjöll og á Heiðinni-há, þegar hann var drengur, rétt fyrir 1880. Sáu menn stundum 50 dýr saman í hóp. Voru þau þá tals- vert veidd. Vorið 1908 sá hann 9 í hóp sunnan við Grindaskörð, og á þeim árum kom það fyrir að nokkur hreindýr komu niður að sjó í Selvognum. Var þá fannþungt og hagleysur til fjalla. Meðan hreindýrin voru algengari, var það oft að menn fundu hreinahorn í smalamennskum og fjallleitum þar efra. Guðmundur Hannesson, sem eitt sinn bjó á Vigdísarvöllum, hafði oft veitt hreindýr hér á fjöllunum. Mér hefir líka verið sagt, að skotmaður nokkur hafi komið að hreindýrahóp í Marardal, vestan vert við Hengilinn. Er dalurinn girtur klettum á allar hlið- ar, nema einstígi út úr honum að vestan. Maðurinn komst í ein- stigið og sat fyrir dýrunum. Þau leituðu fast á að komast út, en hann skaut þau niður hvert af öðru. Hann hafði afturhlaðna byssu,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.