Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 15
NÁTTÚRUFrt. 9 og var það mesta þrekraun fyrir hann, að verja dýrunum útgöngu, meðan hann hlóð byssuna. Segja sumir, að hann hafi að lokum orð- ið að gefa upp vörnina, og sleppa miklu af hópnum, en hafði þó fengið góða veiði. Aðrir segja að hann hafi fellt öll dýrin. Eigi hefi eg getað grafið upp hvaða ár þetta var eða hver þessi skot- maður var. Þætti mér vænt urn, ef einhver gæti frætt mig um það. Af þessum strjálu upplýsingum má ráða það, að aðalheim- kynni hreindýranna hafi verið í fjöllunum á austanverðum Reykja- nesskaga. Þó hefi eg heyrt þess getið, að þau hafi stundum sézt á Mosfellsheiði og Strandaheiði. Þau munu hafa verið mjög algeng eftir miðja síðustu öld, fram til 1880, en hafa víst týnt mjög töl- unni harða veturinn 1880—’81, eins og Þorv. Thoroddsen skýr- ir frá. Þau hafa líka verið mikið veidd árin þar á undan. Ef til vill hefir þeim fjölgað nokkuð aftur. En síðustu tvo áratugi hefir þeim farið sí fækkandi og eru nú að mestu eða öllu leyti horfin héðan af skaganum. Ástæðan til þessarar síðustu fækkunar hreinanna hér um slóðir geta margar verið, t. d. aukin veiði, að stofninn hafi verið genginn úr sér og orðinn ver fær til þess að bjarga sér, eða það að þau hafi flutt sig af skaganum lengra til norðausturs upp í hálend- ið, vegna sí-vaxandi umferðar og ónæðis á hinum fornu stöðvum sínum. Eigum vér að láta hér við sitja og gera eigi neitt til að koma upp hreindýrastofni á Reykjanesskaga aftur? í Norður-Ameríku hefir Vilhjálmur Stefánsson landkönnunarmaður beitt sér fyrir því, að hin köldu og óræktanlegu haglendi nyrzt í Ameríku, yrðu gerð að arðbæru landi, með því að koma upp hreinahjörðum, er gengu þar sjálfala, en hefðu aðhald af girðingum, svo að smala mætti þeim saman, reka í kvíar, og velja úr hópunum dýr til slátr- unar. — Þetta er þegar að nokkru komið í framkvæmd, og þykir bera ákjósanlegan árangur. Austurfjöllin á Reykjanesskaga virðast ágætlega fallin fyrir hreindýr. Á Lönguhlíðarfjöllum, Heiðinni-há og hálendinu þar í grend, er gnægð af fléttugróðri (skófir, hreindýramosi o. fl.) og allmikið af öðrum kjarngróðri, sem góð- ur ætti að vera til beitar handa hreindýrum. Nú er komin fjárgirðing úr Selvogi alla leið norðaustur á Hellisheiði. Með lítilli endurbót ætti hún að nægja til að hindra það, að hreindýr af skaganum reikuðu austur. Til viðbótar vantaði girðingu, er stæði fyrir þeim að norðan, svo eigi töpuðust þau þá leið af skaganum. — Ef til vill gætu og hreindýrin þrifist í þrengid girðingum, þar sem hægra væri við þau að ráða, gefa þeim í harð-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.