Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 16
10 nAttúrufr. indum og velja úr þeim til slátrunar. Hreindýrahjarðir hér á skag- iinum ættu aS geta veitt nokkurn arð, ef að svo væri frá girðingum gengið að hafa mætti hemil á þeim, og reka þau saman á haustin til að velja úr þeim slátursdýr. Verði byrjað á slíku, væri öruggast að fá nýjan og hraustan stofn frá Finnmörku, ala hann fyrst í girðingu, svo hafa mætti eft- irlit með dýrunum fyrstu árin. Hagagirðingin á Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð væri hafandi til slíks. I>ar er víðlendi nokk- uð mikið innan girðingar, og góður gróður, sem hreindýr mundi geta þrifist á, og girðingin sögð traust. Ef til vill mundi og haga- girðing Hafnarfjarðarkaupstaðar, með lítilli viðbót, geta orðið hentug handa slíkum hreindýrum. G. G. B. Um spóa. I>að mun hafa verið í júnímánuði 1905. Eg átti |>á heima á Bakka í Kelduhverfi og var að ganga við lambær seint um kvöld. Veður var fram úr skarandi gott og bjart. Allt í einu heyri eg hljóð, nístandi neyðaróp, hvert af öðru. Gat eg ekki glöggvað mig á því í fyrstu, hvaðan þau komu, en svo voru |>au sár að hrollur fór um mig allan. Mér varð ]>að ósjálfrátt að staldra við til þess að átta mig á ]>ví hvaðan neyðaróp ]>essi kæmi. Sé eg þá spóa á flugi örskamt frá mér, og var hann með eitthvað í nefinu, en kjói elti hann og var í vígamóð. Var ]>að spóinn sem hljóðaði svona átakanlega undan ofsóknum kjóans. Leikurinn var ójafn og skifti það varla neinum togum að spóinn sleppti því sem hann var með í nefinu, og féll það til jarð- ar skamt frá mér, en kjóinn elti ]>að á fluginu niður undir iörð, náði því þó ekki, en hnitaði nokkra hringa í loftinu yfir staðnum. Eg tók til fótanna til þess að sjá hvað þetta var, sem fuglarnir börðust um, og varð kjóanum fyrri á staðinn. Brá mér þá, ]>ví að ]>etta, sem spóinn hafði verið með í nefinu, var hálfvaxinn lóu- þrælsungi. Hann var steindauður, en volgur, og dreyrði blóð úr nefinu. Áverka sá eg ekki neinn á honum, en undan nefi spóans var hið fíngerða fiður bælt á brjósti og kviði. Hvernig stóð á ]>ví, að spóinn, þessi viðui’kenndi meinleysis- fugl, var að burðast með ]ienna unga í nefinu? Ætlaði hann að bjarga honum undan kjóanum, eða er spóinn ekki allur, þar sem hann er séður? " ; Árni Óla.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.