Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 18
12 NÁTTÚRUFn. en gullnámur. í höndum annarra þjóða hefir leirinn orðið að hí- býlum, háreistum höllum, fögrum húsgögnum, skrautgripum og listaverkum. Sumar öndvegisþjóðir í Evrópu, t. d. Englendingar, hafa að langmestu leyti gjört hús sín af brenndum leirsteini (tíg- ulsteini) og sjálf Lundúnaborg, höfuðborg heimsins, mætti með réttu nefnast leirborg, því að flest öll hús eru þar gjörð af tígul- steini. Mætti svo lengi telja. Nú á síðustu misserum hefir lítið eitt breytzt skoðun Is- lendinga á leirnum, og er það því að þakka, að Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal, hefir handleikið hann með þeirri list og kunn- áttu, sem með þurfti, en okkur hingað til hefir vantað. Að vísu er starf hans við íslenzka leirinn að eins í byrjun. I>ó hafa þau umskifti orðið, að nú eru vel metnir borgarar farnir að sækj- ast eftir íslenzka leirnum úr höndum Guðmundar, flytja hann inn í hús sín, og velja honum öndvegissæti í skrautstofum sínum, á gljáðum hillum og borðum. Útlendir ferðamenn, sem kvartað hafa undan aurnum á íslenzkum vegum, eru einnig farnir að líta ÍS- lenzku leirmunina hýru auga. Islenzki leirinn er afkomandi íslenzku bergtegundanna. Um þúsundir ára hafa jöklarnir hér á landi unnið að því að mala mjöl úr bergtegundum landsins. I>að fínasta úr mjöli þessu er leirinn. Svipað verk hefir og hafið unnið við strendurnar, og árn- ar hafa eftir sinni getu stutt að þessu mölunarstarfi. Eftir þetta langa mölunarstarf náttúrukraftanna á liðnum tímum, höfum vér óþrjótandi leirforða í landinu. Meðfram ánum á láglendi lands- ins er gnægð leirlaga, sem árnar hafa skolað í sjó fram fyr á tímum, þegar núverandi byggðir voru mararbotnar. Hefir sjór- inn aðskilið leirinn eftir kornastærð, raðað smágervum og gróf- um leirtegundum í sérskilin lög, sem nú eru á þurru, síðan lág- lendin risu úr sjó, og velja má úr eftir vild, eftir því sem bezt hentar til notkunar. Þar að auki er hér völ á leir af öðrum uppruna, sem fágæt- ur er annars staðar í Evrópu, nema helzt á Italíu. Það er hvera- leirinn. — Brennisteinshverirnir og leirhverirnir hafa unnið að því, að leysa í sundur bergtegundirnar og breyta þeim í leir. Hafa þar far- ið fram margbreyttar, kemiskar efnabreytingar, vegna áhrifa jarðhitans, sýrutegunda, og ýmsra annarra efna, er hveragufurn- ar hafa hrundið af stað. !>ar hafa skapast marglitar leirtegundir, hvítar, gular, bláar, rauðar o. s. frv. Eru þær margbreytilegar að efnasamsetningu. Hefír Náttúrufræðingurinn skýrt frá efnagrein-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.