Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 21
náttúrufh. iS leirnum og- varð árangurinn að óskum. Jafnframt bjó hann sig uncU ir að geta byrjað á leirbrennslu hér heima og gerði sér áætlanir um þau tæki sem hann þyrfti til slíkra framkvæmda. Árið 1928 kom hann heim aftur. Hitti hann þá ýmsa mæta menn hér að máli, sagði þeim frá fyrirætlunum sínum, skýrði fyriv þeim áætlanir þær, sem hann hafði gert um byrjunarfram- kvæmdir í leiriðnaði og sýndi þeim ýmsa muni sem hann hafði gert úr íslenzkum leir. Fór þá ýmsum að skiljast, að hér væri um merka nýung að ræða, sem vert væri að gefa gaum. Borgarstjór- inn og bæjarstjórnin greiddi fyrir því að hann fengi hentugt hús næði fyrir vinnustofu. Þingið veitti honum 5 þús. kr. styrk 1929, og fór það allt til að borga kostnaðinn við leirrannsóknir þær, er hann hafði gert í Þýzkalandi. Auk þess urðu nokkrir menn til að leggja hluti í þetta fyrirtæki, og gekk það til að kaupa leirbrennslu- ofn og önnur vinnutæki. Haustið 1930 hafði hann komið brennslu- ofninum og öðrum tækjum fyrir í vinnustofu sinni og byrjaði að elta leirinn, móta hann og brenna. Fyrir jólin var hann kominn svo iangt að hann gat sýnt Reykvíkingum hverjum stakkaskiftum íslenzki leirinn getur tekið, og hve eigulega og snotra muni má úr honum gera, sé þeirri kunnáttu beitt, sem erlendar þjóðir hafa ai'lað sér í þessari iðn. Hingað til hefir Guðm. aðeins notað leirinn til að búa til úr honum muni til híbýlaskrauts og ýmsa eigulega minjagripi. Er ýmislegt af þessum gripum sýnt á myndunum, sem fylgja grein þessari. En hann vill ekki láta hér staðar numið. Hann vill fá þessari iðn víðari verkahring hér á landi, í líkingu við það, sem er í öðrum menningarlöndum. Frá útlöndum kaupum við allmikið af ýmsum leirvörum, t. d. tígulsteina, jurtapotta og margskonar leirvörur til daglegrar notk- unar. Þakhellur úr leir eru mikið notaðar erlendis og ættu líka að koma að fullum notum hér. Vér þurfum á pípum að halda til þess að ræsa fram og þurka mýrlendin okkar og breyta þeim í tún. Til þess eru járnpípur of dýrar. Steyptar sementspípur koma þar ekki að notum. Sýrurnar í mýrarvatninu ónýta slíkar pípur á fáeinum árum. Brenndar leirpípur eru það sem þar koma að beztu gagni. Vér höfum meira en nóg af góðum leir í slíka hluti og Guðm. Einarsson vill að íslenzkur leiriðnaður nái þeim þroska, að íslenzki leirinn verði mótaður ocj hertur til allra þessara nota hér innan lands. Er honum ríkt í huga að fara utan enn einu sinni til að undirbúa framkvæmdir í þessa átt. Þó Guðm. hafi stigið þessi byrjunarspor í teiriðnaði hér á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.