Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 24
18 NÁTTÚRUPll. hentaði — kunni hann og vel að þiggja, sem ókenndum og hæ- verskum gesti sómdi. Með hugkvæmni og vinsamlegri umgengni tóksc brátt kunningsskapur með góðum skilningi á báðar hliðar, en uggur og ótti hvarí' að sama skapi. — Fór svo fram um hríð. — Þegar gagnkvæmt traust og vinátta festist, var farið að lina á fangelsisvist krumma, og honum leyfður frjáls umgangur utan húss og innan. Var það þó með allri gætni gert í fyrstu, einkum með tilliti til þess, að krumma gæti ekki orðið mein að áreitni erkifjenda sinna — hundanna. Það kom þó brátt í ljós, að hinir svörnu óvinir kunnu svo að meta vilja húsbænda, og góða siði, á friðsömu heimili, að hvorugur sýndi öðrum áreitni eða undir- hyggju. Jafnan var þó krumma vísað til náttstaðar í afluktu húsi. Ilvolpar tveir, lítt komnir til vits og ærslamiklir, voru á heim- ilinu. Sóttust þeir eftir að sitja að máltíðum með krumma, og sýndu þá ekki fulla hæversku, svo sem vel siðuðum borðfélögum sæmir. Sló krummi heldur undan við þá um hæversku, og tók þá oft það ráð, að fela í jörðu fjársjóðu þá, sem hann skildi að sér væru ætlaðir, en þeim eigi, og vitja þeirra aftur í góðu tómi, eins og títt er um þá, sem eiga fólgna fjársjóðu. Hæns voru á heimilinu; var einna torveldast um samkomu- lag á milli þeirra og krumma. Krummi hélt sér heimilan umgang um fjóshauginn sem önnur heimilisvé, en það vildu hænsnin ekki beztum hlífiskildi hélt fyrir honum. Eigi gleymdist honum þó svo kurteisin að hann vildi sína því neina ágengni, eða gerast því nær- göngull um of. Þó þáði hann mat úr lófa manns þess, er oftast færði honum máltíðir og sat á öxl hans. En jafnan hafði hann þá á sér vara nokkurn, svo sem hann vildi vera við öllu búinn, í hvað sem slægist. Krummi lét sér fljótt skiljast, að það var heimafólkið, sem skildi hélt fyrirhonum. Eigi gleymdist honum þó svo kurteisin að hann vildi sína því nena ágengni, eða gerast j>ví nærgöngull um of. Þó þáði hann mat úr lófa manns þess, er oftast færði honum máltíðir og sat á öxl hans. En jafnan hafði hann þá á sér vara nokkurn, svo sem hann vildi vera við öllu búinn, í hvað sem slægist. Lítt neytti krummi raddar sinnar, hinnar fögru. Var svo, sem hann íyrir hæversku sakir vildi ekki veikja á sér of mikla athygli. Sat hann oft á húsum uppi hljóður og spaklátur, og hafði útsýn yfir það, er við bar. Þegar leið á sumar tóku að gróa örkuml krumma. Gerðist hann nú smátt og smátt fleygur og fær og tók þá að leita á burt frá bænum. Eftir það var hætt að leiða hann til náttbóls. — Bratt

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.