Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 25
NÁÍTÚKUim.
19
fjall rís upp frá túninu á Skriðu með mörgum hjöllum og hamra-
beltum. Tók krummi sér bólfestu upp í hamrabeltunum. I fyrstu,
á meðan vængjatakið var stirt og ef til vill ekki sársaukalaust,
þá gekk hann upp á fjallið, en lét vængina bera sig niður til bæj-
arins þegar hann átti erindi. Seinna fór hann að fljúga báðar
leiðir.
Eftir að krummi fór að taka sér bólfestu í fjallinu, var það
vani hans, að koma minnst tvisvar á dag og þiggja beina; settist
hann þá á húsaþökin og krúnkaði áfergjulega, svo sem hann vildi
vekja athygli á sér.
Þegar leið að miðju hausti fór sá burt af heimilinu, sem
mest hafði gengið krumma fyrir beina. Fór krummi eftir það að
strjála komur sínar heim að bæ, enda átti hann gott til matfanga
eftir að hann var orðinn fleygur, og nótt tók að dimma. Flaug
hann þá. með símanum og tíndi upp smáfugla þá sem fengið höfðu
aldurtila af árekstri á vítisvél þá, sem þeim er búin með símþráð-
unum. Hafði hann jafnan einn hátt á máltíðum sínum, þeim er
hann fékk af símanum, sleit af höí'uðið og rendi því niður í heilu
lagi, j>annig að hnakkinn gekk á undan og nefið á eftir.
Seinna um haustið hitti bóndinn á Skriðu þenna gest sinn út
við Lagarfljót, þar sem lagt var upp vörum úr „Orminum“ þeim,
er um fljótið siglir. Voru þar, m. a. slengistór dilkahöfuð væn, og
blóðbelgir. Mun krummi hai'a talið sér þar heimila máltíð; var
hann búinn að kroppa augun úr nokkrum diikahöfðum og stinga
gat á blóðbelg og tæma hann. Mun hann hafa talið sér óskylt að
hafa þurra máltíð, þegar svo mikils mjaðar, og góðs, var kostur.
Hitt vita menn ekki, hvort hann hefir haft svo góðar nytjar mjað-
arins, sem ætlað var.
Þetta veit eg síðast af krumma að segja.
I janúar 1932.
Halldór Halldórsson.
Fótalausa kríu, fullþroskaða, fann eg- vorið lí) 18 dauða á völlum við
t.jörn eina, þar sein Tóftabrunnar heita í Grindavík. Er það skammt f'rá sjó.
Ivrían er í Náttúrugripusafninu. Hefir Bjarni Sæmundsson skoðað hana, og'
segir iiann, að ekki verði annað séð, en að hún hafi fæðst fótalaus.
príhyrndan hrútshaus fókk eg liaustið 1920 vestur í Breiðadal í Ön-
undarfirði og' sendi eg Náttúrugripasafninu hann. Miðhornið er næstum
því fram úr miðju enninu, að eins örlítið til hægri, og' veit það upp og
fram. Þegar hausinn var fleginn, eftir að safnið hafði fengið lmnn, varð
vart örlítillar ójöfnu þar sem fjórða hornið lieíði átt að vera.
Guðm, K. Ólafsson,
úr Gi'indavík.
2*