Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 26
20
NÁTTÚHUl'H
Rjúpnafár^í Noregí.
l>að hefir vakið undrun manna hér á landi, að íslenzka rjúp-
an er horfin úr landi. Árið 1927 voru flutt úr landi 126325 kg.
af rjúpum. 1928 aðeins 2400 kg.; var það mikil afturför frá
árinu á undan. Veturinn 1928—1929 gripu veiðimennirnir í
tómt, rjúpan virtist með öllu horfin. Veiðimennirnir röltu dag
eftir dag um beztu rjúpnastöðvar fjær og nær byggðum, en
komu tómhentir og daufir í dálkinn heim aftur. Síðan hafa
rjúpur varla sézt, nema lítilsháttar nú í vetur. Menn vita eigi,
hvað þessu rjúpnahvarfi veldur, hvort heldur að þær hafi flú-
ið burtu til Grænlands eða annara landa, eða hvort of-mikil
veiði, sýki í rjúpunum, eða bjargarskortur hafi átt hér hlut í.
1 Noregi eru rjúpnaveiðar mikið stundaðar. — Hafa menn
fyrir löngu veitt því eftirtekt, að rjúpnafjöldinn er mjög breyti-
legur þar í landi. Sum árin er rjúpnamergðin mikil, en svo fækk-
ar rjúpunum stórum og rjúpnaveiðin bregst í nokkur ár. Skiftast
þannig á blóma- og uppgangsár og því næst hnekkis- eða fækk-
unarár í ríki rjúpnanna, er skiftast á nokkuð reglubundið, svo
að menn þóttust jafnvel geta sagt fyrir, hvernig fækkun og fjölg-
un skiftist á næstu ára skeið. Á árunum 1860—90 skiftust þannig
á 3—4 uppgangsár og 3—4 hnekkisár, meðal rjúpnanna, í nokk-
uð í'eglubundinni röð. Síðar hefir þessi regla breytzt þannig, að
hnekkistímabilin hafa orðið lengri. 1905 byrjaði blómaskeið með-
al rjúpnanna og hélzt til 1911, og náði þá hámarki. Var þá rjúpna-
mergðin óvenju mikil. Þá var fullt af rjúpum um allar jarðir í
Noregi, og þóttist enginn muna slíkan rjúpnafjölda. Eftir það
kom afturhvarfið skyndilega. Rjúpunum fækkaði stórum, og urðu
fágætari en nokkuru sinni áður, svo að rjúpnaveiði var að kalla
úr sögunni, og hélzt þessi óáran í rjúpunum í sunnanverðum Nor-
egi þangað til 1925—26. Menn voru í vandræðum með að finna
orsakirnar til þessa rjúpnahvarfs í Noregi, og hugsuðu sér ýms-
ar ástæður. Meðal annars þær, að rjúpurnar hefðu flúið úr landi,
slæmt veðurfar um varptímann hefði spillt hreiðrunum eða orð-
ið ungunum að bana o. fl.
Þá var nafnkunnur dýrafræðingur, próf. August Brínkmann
í Bergen, fenginn til að rannsaka þetta mál, og fékkst hann við
þær rannsóknir um 6 ára skeið. Vænti eg, að ýmsum þyki fróð-
legt að heyra um árangurinn af rannsóknum hans, einkum nú,
þegar svo margt er rætt um rjúpnafæðina hér á landi. Rjúpna-