Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 27
nAtti'trttfr.
21
veiðarnar hafa verið talsverð tekjugrein fyrir norsku þjóðina.
Þegar allt var komið í óefni með veiðina og enginn vissi hverju
gegndi, þótti sjálfsagt að leita til náttúrufræðinganna, því þeir
væru líklegastir til að finna orsakir þessa meins. Tækist að finna
þær, þá væri fyrst nokkur von til að á þessu yrði ráðin bót.
Þetta rannsóknarstarf Brinkmanns var mjög margþætt. Hann
varð fyrst að afla sér sem beztra upplýsinga um fækkun rjúp-
unnar á ýmsum tímum í Noregi, kynna sér veðurfarið þau árin,
sem rjúpunni hafði fækkað, grafast fyrir um sjúkdóma ,sem menn
hefðu orðið varir við í rjúpunum. En aðal-verkið var þó sjálfs
hans rannsókn á rjúpunum í ýmsum héruðum Noregs og sýkla-
rannsókn í sambandi við þá sjúkdóma, er hann varð var við hjá
rjúpunum.
Hann komst að þeirri niðurstöðu, að stærsta rjúpnafárið
1911—1926 stafaði af banvænum siúkdómi, er gekk sem faraldur
meðal rjúpnanna. Er sjúkdómurinn nefndur ,,Coccidiose“ á máli
sérfræðinga. Stafar hann af smásæum sýkli, Eimeria avium, sem
legst á meltingaræri rjúpnanna og er ákaflega næmur. Sérstaklega
sýkist margt af rjúpnaungunum. Af yngstu ungunum, sem sýkj-
ast, deyr allur fjöldinn. T héraði, sem Brinkmann hafði valið til
rannsókna sumarið 1924, var sýkin svo skæð. að svo mátti segja
að öil unga-viðkoman strádrænist. — Fullorðnu rjúnurnar, sem
sýktust, náðu sér oft aftur, en þær voru þó ekki lausar við sýk-
ilinn. Þær urðu sýlcilberar, eins og sumir menn, sem fengið hafa
taugaveiki, og sýktu frá sér. Á þann hátt getur sýkin treinst frá
einu sumri til annars. Annars er þessi sýki sumarsjúkdómur, sem
ekki gerir vart við sig köldu árstíðarnar. Sýkillinn sem berst frá
rjúpunni með saurnum eða á annan hátt, verður að taka mynd-
breytingu, verða að nokkurs konar grói eða ,,spora“, til þess að
geta sýkt aftur. Þessi breyting fer fram í högunum fráskilið rjúp-
unum, og þarf til þess talsverð veðurhlýindi. Brinkmann telur,
að eigi sé það útilokað, að sýkilgróin geti geymst með lífi í jörð-
unni veturinn yfir, og sýkt sumarið eftir.
Sýki þessi breiðist örast út og verður skæðust þegar rjúpna-
fjöldinn er mikill og nábýlt milli rjúnnafjölskyldnanna að sumr-
inu. Þá er mikill samgangur milli fjölskyidnanna, og rjúpnasaur,
fullur af af sýklum, dreifður um allar jarðir. Eftir svo góð út-
breiðsluár er veikin svo mögnuð, að hún getur gengið hvert sum-
arið eftir annað, og það eru þá helzt ungarnir sem falla fyrir
sýkinni. Eigi er von til að veikin réni eða hverfi, fyrr en rjúpna-