Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 28
22 nAttúrufr fæðin er orðin svo mikil og hreiðrin svo strjál í landinu, að sýkt- ar fjölskyldur eigi nái saman við aðrar til að sýkja þær. Sjúkdómur þessi var áður þekktur í öðrum löndum meðal tamdra og villtra hænsfugla. En Brinkmann hyggur, að hann hafi um langan aldur verið til í Noregi, þó menn eigi vissu, og hafi ]hður, orrar og rjúpur við og við sýkst af honum. Telur hann líklegt, að fækkun rjúpnanna á ákveðnum árafresti, sem áður er getið, hafi verið af hans völdum. F.vrir löngu hafa náttúrufræðingar veitt því eftirtekt, að mikil fjölgun sumra skordýra og annara dýrategunda, endar oft. með því, að snýkjudýr og sýklar, sem tegundum þessum eru hættulegir, taka að breiðast út og blómgast, og verða til að stór- fækka einstaklingunum. Verða þessar sjúkdómsplágur til að hamla of-fjölgun dýrategundanna. Begar sýkin er gengin um garð, vegna þess að nægileg ein- angrun er fengin gegn henni, byrjar einstaklingafjölgunin aft- ur, og heldur svo áfram þangað til þéttbýlið er orðið svo mikið, að snýkjudýrin eða sýklarnir fá skilyrði til að breiðast út aftur. Gengur svo koll af kolli. Nú var Brinkmann búinn að finna, af hverju rjúpnasýkin í Noregi stafaði. En þá var eftir að finna ástæðuna til þess, að síðasta fárið, 1911—1926, varð miklu langærra og rjúpnafellir- inn miklu meiri, en fellisár þau, er áður höfðu gengið yfir landið. Niðurstaða hans eða skýring á þessu atriði, mun mörgum þykja furðuleg. Hann heldur því fram, og það með nokkrum rök- um, að það hafi verið vegna þess, aff ránfuglum, sem ásælcja og drepa rjúpumar sér til matar, hafi fæklcað svo stórkostlega i Nor- egi síðustu áratugi, vegna kappsamlegrar eyðingar af landsmanna hálfu. — Ránfuglarnir leita eftir þeirri bráð sinni, sem auðveldast er að ná. 1 klóm þeirra, sem á rjúpum lií'a, lenda fyrst þær rjúp- urnar, sem eigi eru full-frískar, og eiga því örðugra með að flýja. Rjúpuungar þeir, sem fengið hafa áður nefnda sýki, leita ekki í felur eða fljúga undan þó óvinurinn nálgist. Þeir sitja oft svo kyrrir og rólegir, að menn geta tekið þá með höndum, þó fleygir séu þeir orðnir. I>að er því skiljanlegt, að þeir verði ránfuglunum auðveidd bráð. — Þegar svona sýki gengur meðal rjúpnanna, þurfa ránfuglarnir ekki að mæða sig á að elta hraðfleyga, fullfríska fugla, heldur ganga kappsamlega að því að eyða sjúklingunum. En með því móti starfa þeir sem heilbrigðislögregla meðal rjúpn-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.