Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 34
28
nAttOrufr
Fjallgöngtir í Asííí.
Síðastliðið sumar hefir enskur fjallgönguleiðangur, sem Franlc
<S' Smythe stjórnaði, klifið fjallatind í Mið-Himalaga, sem Kamet
heitir, er hann 7760 m. hár, yfir sjó. Er það hæsti fjallatindurinn,
s(>m fjallgöngumenn hafa yfirstigið til þessa dags. Alloft áður
liefir verið reynt að klifra upp á tind þennan og ekki tekizt. Ár-
ið 1855 komust bræðurnir Schlacjintweit þarna 6730 m. hátt upp
og Englendingurinn Mead náði þar 7160 m. hæð, árið 1912. —
Á þessum slóðum er þriðji hæsti tindur jarðarinnar, Kangchend-
zönga, sem er 8580 m. hár. 1929 reyndu leiðangursmenn undir
sljórn Bauers að ná tindi þessum, en á þá skall ofviðri með kaf-
aldi og urðu þeir að snúa aftur á 7000 m. hæð. 1 september síð-
astl. reyndi Smythe að ná tindinum og komust þeir félagar 8000
m. hátt. T>á varð fyrir þeim 150 m. hár, ókleifur hamraveggur,
som eigi var heldur hægt að sneiða hjá, og urðu þeir að snúa þar
aftur. Höfðu þeir í þessari för, misst 3 af félögum sínum, tveir
hröpuðu í jökulsprungu og einn lézt úr hitasótt.
Enn hafa ofurhuga fjallgöngumenn eftir nokkru að keppa. Á
þessum slóðum eru 12 tindar meira en 8 þús. m. háir, sem enginn
maður hefir stigið á fæti; þar á meðal Mount Everest (8880 m.),
Mt. Godvin Austen í Karakórum fjallgarðinum (8620 m.), Iiang-
chendzönga sem áður er nefndur (8580 m.) og Dhaulagírí (8180
metrar).
Þrír leiðangrar hafa verið gerðir út af Englendingum til að
ná efsta tindi á Mt. Everest; í síðasta sinni 1924. Komust menn
þar með miklum erfiðismunum hér um bil 8500 m. hátt yfir sjó.
Tveir leiðangursmenn, sem voguðu sér um 100 m. hærra týndust.
G. G. B.
Fáíkínn.
Það er álit flestra fuglafræðinga, að ekki beri að telja nema
eina tegund hinna eiginlegu veiðifálka á norðurhveli jarðar. Þessi
tegund er á vísindamáli nefnd Falco rusticolus, hún skiftist í af
brigði eftir lit og landsstöðu. Aðaltegundin Falco rusticolus rusti-
colus er upprunalega talin frá Svíþjóð, og er dreifð um Skandí-
pavíu austur í norður Rússland. Af þessari tegund eru ýms af-.