Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 37
NÁTTuitLIÍ'XÍ.
31
liálsa í hríslendið, stundmn liefir hún sézt fljúga vestur á Hegg’staðaries yfij'
mynni Miðfjarðar. Sumt af þeim fer ofan að sjó, norðan til á Vatnsnes-
inu, og lieldur þar til allan veturinn. Þar hafa þær vanalega allt af jörð,
nema í hörðustu vetrum. Frostaveturinn 1918 livarf hún næstum alveg af
Vatnsnesfjallinu, en í Litluborgarkötlum sájist örfá rjúpnahjón um vorið,
en næsta haust á eítir var komið talsvert af henni.
Bóndi úti á nesi sagði mér, að hann hefði aldrei séð jafn-stóran rjúpna-
flokk, eins og þann, er hefði verið nokkura daga á túnunum upp frá bæ sínum
haustið 1924.
A árunum 1928 til 1930 hvarf hún svo, að það er fágætt, að sjáist rjúpnu-
par á Vatnsnesíjallinu. Frh.
Diomedes Uavíðsson.
Smávegís.
Einkennilegir æðarungar. Æðarfuglinn er óstyggur og- 'gæfur, þar senr
liaun fær að vera í friði og er ekki áreittur að óþörfu. Hann verpir þá oft
lieima við bæi og peningshús og gefst þá gott tækifæri til að athuga lifnað-
arhaúti hans og framferði um varptímann. —
Þegar eg’ var strákhnokki, að álast upp í Skáleyjum á Breiðafirði, varp
þar æðarkolla undir hlöðugafli í mörg ár. Ekki vai- hún neitt frábrugðin
öðrum æðarkollum um litarhátt eða annað, að því er séð varð; og ekki
voru egg hennar neitt öðruvísi en venjulega gerist um æðaregg. En ung-
arnir sem úr eggjunum komu voru að því leyti frábrugðnir öðrum æðar-
ungum, að þeir voru hvítir — snjóhvítir frá toppi til táar að undanskildu
nefinu og' fótunum, sem voru gulir.
Ekki man eg gjörla hvort bliki fylgdi kollunni til hreiðurs eða sást
nokkurntíma með henni, en liklegt t.el eg að svo hafi verið. En þá liefir Iiann
í engu verið frábrugðinn öðrum blikum, annars hefðu menn veitt því eft-
irtekt og getið þess.
Jafnskjótt og kollan hafði ungað út og koini/.t nieð ungana til sjávar,
hvarf liún og var því ekki hægt að fylgjast neitt með uppeldi eða vexti ung-
anna. Enda er það svo um meginþorra alls þess æðarfugls sem verpir í
Breiðafjarðareyjum, að liann hverfur burt með ungana jafnskjótt og þeir
komast úr hreiðrunum. —
Ekkert vissu menn hvernig liann var til kominn þessi livíti litur á æð-
arungunum. Þess heyrði eg getið til, að blikakongur mundi vera faðir þeirra,
en ekki veit eg livort sú tilgáta hefir við nokkuð að styðjast. Gaman væri
ef útgefendur Náttúrufræðingsins gætu gefið skýringu á því hvernig á
]>essu einkennilega fyrirbrigði hefir staðið, eða hverskonar kynblendiugar
þessir ungar hafa verið. —
Bergsveinn Skúlason.
ATHS. Þessir æðarnngar liafa verið samskonar litarafbrigði og þúfu-
tittlingsimgarnir, sem sagt or frá í Náttúrufr. síðastl. ár (bls. 144). Meðan
eg var drengur á Kollafjarðarnesi í Strandasýslu, sá eg í tvö skifti æðarunga
af sama lit í varplöuduniun þar. G. G. B.