Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 4
56 NÁTT Ú R UFRÆÐ I N G U RI N N Rétt austan við malareiðið, sem tengir Geldinganes við land, er dálítill höfði úr lrergi, sem virðist vera jökulberg. Höfðinn er raun- ar endinn á lagi, sem liggur milli blágrýtislaganna og rekja má vestur eftir, þar sem það sést öðru hverju vestur undir Knútskot. Nokkrum metrum ofan við aðalveginn að Áburðarverksmiðju rík- isins í Gufunesi kemur lagið fram á tveim stöðum. í því eru stein- ar af ýmsum stærðum, frá smávölum upp í steina um 50—75 cm í þvermál. Þeir eru ýmist köntóttir eða meira eða minna rúllaðir. ffergið er brúnleitt til grátt að lit. Lagið er nokkuð misþykkt, en er að norðanverðu a. m. k. 4—6 m. Steinarnir í þessu bergi eru úr mismunandi blágrýti, sem er aðeins að nokkru leyti holufyllt. Tengiefnið er fínn sandur, mósandur og leir. LFm þessi lög er getið í greinarkorni, sem út kom í Geografiska Annaler í Stokk- hólmi 1955, en ekkert er þar fullyrt um uppruna bergsins og út- breiðsla þess ekki rakin. Síðari athuganir hafa leitt í ljós, að þess- um berglögum má fylgja með ströndinni austur og norður eftir. Undirlag þeirra er sýnilegt á meira en einum stað, en svo lítið sést af því að lítið er á að græða. Norðvestur af Korpúlfsstöðum er jök- ulbergið sem millilag, 3—4 m þykkt, milli blágrýtislaga. Fágaðir steinar eru þar víða í því og jafnvel nokkur fáguð björg. Hólmar tveir norður af Korpúlfsstöðum eru eingöngu úr þessu bergi, sem þar ber óvenju ljós einkenni jökulbergs. Fágaðir og rákaðir stein- ar eru í því. Stærri hólminn er á kortinu ranglega sýndur sem tertiert blágrýti, en minni hólminn er svo lítill að hann er ekki sýndur á því. Þurrt er út í þessa liólma um fjöru. Við Blikastaða- kró kemur sama berg enn fram í farvegi Korpúlfsstaðaár. Þar er það um 4 m þykkt þar sem það er þykkast. Neðsti fossinn í ánni fellur fram af þessu lagi. Ekki er mér kunnugt um að þessi berg- lög séu sýnileg víðar á því svæði, sem kortið nær yfir. Á meðfylgjandi korti, sem er mjög smækkuð mynd af áður nefndu jarðfræðikorti, er þetta lag merkt T 1 (1. mynd). Sennilega er berg þetta frá því á tertier, og augljóst er, að það er verulega eldra en höggun sú, er kom berglögunum hér til að hallast um allt að 12° móti suðaustri. 1. mynd. Jarðfraeðikort af nágrenni Reykjavíkur. Jökulbergið er merkt T 1, T 2 og T 3 (Sbr. textann). Geological map of the neigbourhoocl of Reykjavík. The principal tillite-localities are indicated on the map as T 1, T 2 and T 3 (See text).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.