Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 10
62 NÁTTÚRU FRÆÐIN G U RI N N j 'in!i!iiii|íiiijit^iiii|!i!i;iiii|tfii|iiii|iiii|iiii|iiii]iiii|i{piii|iifi|iiiiiiiimii!j!iii|iiri|íiii|. L M. 17 IR i<t ?'l 2 2 2 3 24 U^R 26 _ 27 2's' 25 5. mynd. Lagskipt setberg neðst úr jökulbergslaginu í Sandfelli. Varved sedi- ment from the lovest part of the tillite series on Sandfell (cf. fig. 4). Ljúsm.: ján jónsson Photo: J J Austast á svæðinu kemur þetta jökulberg fram norðan og vestan við rætur Vífilsfells, örskammt sunnan við þjóðveginn. Það liggur svo eins og kápa á öllum vesturhluta Sandfells (2. mynd), og norðan í fjallinu má sjá þverskurð af þessari bergmyndun, sem þar hvílir á bólstrabergi. Neðst er bergið lagskipt og minnir á harðnaðan hvarfleir; efnið er þó að jafnaði grófara en leir. Við athugun í smá- sjá verða hvörfin greinileg. Lögin eru mismunandi þykk og ekki alltaf regluleg. Víða eru þau iögð í smáfellingar og einnig víða brotin (5. mynd). Er ofar dregur verður efnið allt grófara, og meira ber á steinum í því. Eru þeir hnefastórir og stærri. Sumir þeirra eru með mjög greinilegum ísrákum (3. mynd), eins og sjá má t. d. uppi á fjallinu norðan til, skammt vestan við vörðubrot, sem þar er og sést af þjóðveginum. Eins og áður er getið, þekur jökulbergið allan vesturliluta fjallsins. Það hvilir á bólstrabergi, og eru mót þessara bergmyndana mjög ljós og skörp sums staðar norðan í fjall- inu (4. mynd). Sprungur liggja á nokkrum stöðum þvert yfir Sandfell, t. d. í

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.