Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 20
72
NÁTTÚ R U FRÆÐIN GURI N N
Snoðiræhyrna (C. glabratum).
A. Algerlega liárlaus, blöðin iivassydd. var. glabratum.
Al. Blöðin hærð við grunninn eða á röndunum með fáeinum
„músareyrahárum". var. piliferum.
Fjallafræhyrna (C. arcticum).
A. Blöðin hárlaus eða lítillega hærð á efra borði, randhærð með
3-fáfruma hárum, gildum við grunninn. Engin „músareyra-
liár“. var. arcticum.
Al. Með „músareyrahárum“.
B. Fáein „músareyrahár" á blöðum og stönglum. var. alpino-
pilosum.
Bl. Blöðin mikið liærð af ullhárum, sem venjulega eru gróf-
gerðari en ,,músareyrahárin“, oft randhærð, randhárin
gildust við grunninn. Plantan lágvaxin, þýfin, gulgræn.
Hárin hvít eða ljósleit. Bikarfliparnir snubbóttir með
breiðum himnufaldi. Venjulegast aðeins eitt stilklangt
blóm. var. vestitum.
Bastarðar þeir, sem Hultén hefur greint frá íslandi eru: C. al-
pinum x arcticum, C. alpinum x glabratum og C. arcticum x gla-
bratum.
Eftir að ég hafði fengið oftnefnda ritgerð Hulténs í hendur,
tók ég öll söfn mín af umræddum tegundum til athugunar, en
um mörg undanfarin ár hafði ég safnað þeim fræhyrnuplöntum,
sem mér við fljóta yfirsýn sýndust eitthvað frábrugðnar hinu venju-
lega músareyra C. alpinum. Alls hafði ég sýnishorn frá 51 stað, auk
nokkurra, sem ég hef enn eigi treyst mér til að nafngreina með
vissu. Af þeim voru 15 C. alpinum ssp. lanatum, enda er sú teg-
und algeng hvar sem er á landinu, sem fyrr segir. Söfn frá 5 stöð-
um líkjast allverulega afbrigðinu var. alpinum, en ekki verður neitt
fullyrt um þau eintök að svo stöddu. Útbreiðsla hinna tegundanna
reyndist sem hér segir:
C. glabratum
var. glabratum. Húsafell í Borgarfirði, V, Tungudalur í Bol-
ungarvík, Melgraseyri NV, Blikalón á Melrakkasléttu NA,
Grunnidalur í Breiðdal A.
var. piliferum. Hítardalur V, Geiradalur, Gautsdalur, Staður
á Reykjanesi, Trostansfjörður, Bolungarvík á tveim stöðum.