Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 79 minna kringlóttar skánir eða flögur, sem eru eitt eða fá frumulög á þykkt, en upp úr þeim vaxa stuttir þræðir (1. mynd). Báðir ættlið- irnir eins útlits. Venjulega fastvaxnir á steinum eða öðrum föstum hlutum, oft ásætur á öðrum þörungum. ECTOCARPACEAE: Ectocarpus (7), Miltrosyphar (1), Phaeostroma (1), Pylaiella (1), Streblonema (2). RALFSIACEAE: Lithoderma (1), Petroderma (1), Ralfsia (4). MYRIONEMACEAE: Myrionema (5), Ascocyclus (1). B r u n s 1 í . Ectocarpus confervoides. Plönturnar í þéttum dúskum eða breiðum, allt að 10 cm háar. Þræðimir grannir og mjög greinóttir, þeir breiðustu 40—60 p, hliðarþræðirnir grennri og enda oft í hári. Gróhirzlur á víð og dreif á greinunum, oft margar í röð sama megin, þær einhólfa, egglaga og sitjandi, þær marghólfa lengri, mjög misstórar, oftast lensulaga eða staflaga, sitjandi eða á stilk- um. Á steinum og stórvöxnum þörungum. Finnst meðfram allri strönd- inni. 2. mynd. Ectocarpus confervoides. 1 efsti hluti af plöntu með marg- hólfa gróhirzlum (x 60). 2 hluti af þráðum með einhólfa gróhirzlum (x 60). 3 einstök fruma með litbera (x 240) (Taylor).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.