Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 85 lög, eru innri ixumurnar stórar og litlausar, en utanum þær er bark- arlag úr smávaxnari frumum með blaðgrænu. Vöxturinn fer fram í greinarendunum. Plönturnar með einhólfa gróhirzlum eða marg- hólfa gróhirzlum, sumar tegundir með hvorurn tveggja. Gróhirzl- urnar ýmist einstakar eða margar saman í gróbeðum (sori). PUNCTARIACEAE: Omphalophyllum (1), Punctaria (1), Lithosiphon (1), Isthmoplea (1), Stichyosiphon (1), Phaeostroma (1), Scytosiphon (1), Phyllitis (2). DICTYOSIPHONACEAE: Coilodesme (1), Dictyosiphon (6). Fjöruslóg. Scytosiphon Lomentana. Þalið pípulaga, 10—40 cm langir og 1—5 mm breiðir þræðir, mjókkandi í báða enda. Þræð- irnir innskornir með vissum millibilum, svo að þalið verð- ur útlits svipað innyflum úr fiski (slóg). Pípuveggurinn úr 2 lögum, innra lagið úr stórum löngum frumum, ytra lagið, barkarlagið, úr litlum köntótt- um frumum. Þalið olívu- brúnt. Gróhirzlumar marg- hólfa og milli þeirra stór- ar, kylfulaga hárfrumur. Á steinum og föstum hlutum á grunnu vatni. Meðfram allri ströndinni. 8. mynd. Scytosiphon Lome?itaria. A lieil planta, ca. hálf stærð. B hluti af yfirborði þalsins með marg- hólfa gróhirzlum og stórum kylfu- laga hárfrumum (350 x). C þver- skurður af þalinu (350 x). (Newton).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.