Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐ I NGURINN 99 náttúruspjöll, og við verðum að gera okkur ljóst, að ef ekkert verður að gert í þessu máli, er bókstaflega enginn staður óhultur fyrir hinum áhugasömu herskörum skógræktarmanna. Þessu verður því að kippa í lag og það ætti að vera tiltölulega auðvelt með al- rnennri fræðslu- og leiðbeiningastarfsemi. Ég býst við að skógrækt- armenn, sem flestir eru hinir mætustu menn, muni taka slíkum leiðbeiningum vel og muni fljótt átta sig á því, að hér hafa verið unnin óþurftarverk, sem varast ber í framtíðinni. Enda má öllum vera það Ijóst, að joað hefur ekki minnstu þýðingu fyrir skóg- ræktina á íslandi, þótt takast megi að kæfa Dverghamra á Síðu í barrskógi. Og skógarkjörr vel fallin til gróðursetningar barrtrjáa eru hér svo víðáttumikil að j^að er beinlínis hjákátlegt, að fara að seilast til staða eins og Ásbyrgis, Dimmuborga við Mývatn og Bæjarstaðaskógar í Jdví skyni að rækta Jiar barrskóg. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, sem nefndur var hér að ofan, er einn þeirra staða þar sem skógræktarmenn hafa framið stór- spjöll með gróðursetningu barrtrjáa. Mér er ekki kunnugt um, hverjir bera ábyrgð á jjessu tiltæki, enda skiptir |:>að ekki mestu máli. Hitt er aðalatriðið, að þessi ósómi verði stöðvaður nú þegar og jafnframt verði öllum barrviðarplöntum, sem nú eru í uppvexti í þjóðgarðinum, eytt sem hverju öðru illgresi. Meira að segja tel ég, að liöggva beri gamla furulundinn við Öxará, því að hann verður livort sem er aldrei nema æpandi smekkleysa í miðjum þjóðgarðinum. Finnur Guðmundsson. Þjórsárver við Hojsjökul Þjórsárver við Hofsjökul er það landsvæði hér á landi, sem ég tel ríkasta ástæðu til að gera að friðlandi samkv. c-lið 1. gr. náttúru- verndarlaganna. Þetta landsvæði er svo einstakt um landslag, gróð- urfar og dýralíf, að frá fræðilegu og menningarlegu sjónarmiði tel ég það höfuðnauðsyn, að tryggt verði með náttúruverndarað- gerðum, að Jrar verði engu raskað. Þjórsárverin eru samfellt gróður- lendi við suðausturjaðar Hofsjökuls. Meginhluti þessa gróður- lendis er vestan Þjórsár, milli Hofsjökuls og árinnar. Þessi hluti gróðurlendisins er sundurskorinn af jökulkvíslum, sem falla frá jöklinum út í Þjórsá. Milli þessara kvísla eru verin, neðst Tjarnar- ver, en síðan taka við Oddkelsver, Illaver, Múlaver og Amarfells-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.