Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
153
100 m neðar en í dag, svo að sá hluti landgrunnsins nyrðra, sem
ofar liggur en 100 m dýptarlína hafsins, liefur verið þurrt land og
íslaust að mestu. Á íslausum svæðum í fjöllum og á landgrunninu
nyrðra hjarði hluti núverandi flóru af fimbulvetur ísaldanna og
breiddist þaðan út á hlýöldum og nútíma.
Lítið er kunnugt um það, hve langan tíma framrás og bráðnun
ísaldarjöklanna tók, en þó skal hér reynt að gera nokkra grein fyr-
ir bráðnunarsögu meginjökuls síðustu ísaldar suðvestan lands. Þeg-
ar jökullinn var hvað stærstur, mun hann hafa hulið allt land urn-
hverfis Faxaflóa nema hæstu fjöll, svo sem Esju og Skarðsheiði.
Jökullinn mun hafa náð allt út undir brún landgrunnsins (Jökul-
rispur eru t. d. kunnar frá Garðskaga.) og kelft þar. Jöklar kelfa,
þegar þeir koma á vatnsdýpi, sem nemur 9/i0 þykktar þeirra.
Jökulskjöldurinn tók að rnesta kuldakasti síðustu ísaldar loknu
að bráðna. Nokkrum árþúsundum eftir að hann var stærstur,
skaut Suðurkjálkafjallgarðinum og Suðumesjum öllum upp úr
jökulhjarninu. Rétt um það leyti, er Suðurkjálkinn var orðinn
íslaus, kólnaði nokkuð í veðri aftur, svo að jökullinn skreið fram
að nýju. Ýttust þá upp jökulgarðar á Álftanesi, í mynni Hvalfjarð-
ar, í Melasveit (Skon'holtsmelar) vestan Leirár og líklega víðar.
Síðan framskrið þetta, sem nefna mætti AlftanesstigiÖ, átti sér stað,
mun vart vera skemmri tími liðinn en 20000 ár.
Jökullinn hörfaði brátt fyrir hlýindum frá jökulgörðum þessum.
Á þessu bráðnunarskeiði (interstadial) hvarf hann upp á hálend-
isbrúnina. Enn breyttist loftslag til hins verra, og jökullinn gekk
fram. Við þessa framrás mynduðust miklir jökulgarðar, sem rekja
má um þvert Suðurlandsundirlendi frá Keldum á Rangárvöllum út
í Biskupstungur. Framrás þessi hefur verið nefnd Búðastigið. (Guð-
mundur Kjartansson 1943). Norðan lands eru jökulgarðar áþekkir
að aldri, og má rekja þá frá Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu,
norðan Mývatns, um Möðrudal og austur að Hauksstöðum á Jökul-
dal (Hólkotsstig). (Sigurður Þórarinsson 1951).
Svo sem áður sagði, var mikið vatn bundið í jöklurn á ísöld-
um. Jöklar huldu á síðustu ísöld 14 og hinni næstsíðustu líklega
1/3 landjarðarinnar, miðað við 1 /3 0 í dag. Við bráðnun jöklanna
hækkaði mjög ört í höfunum, svo ört, að löndin, sem jökullinn
ltafði legið yfir og þrýstst höfðu niður undan jökulfarginu, náðu
eigi að rísa nógu skjótt, og flæddi því sjór víða yfir láglendi, um