Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 10
158 NÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN t. d. heit aska lendir í vatni, eða hæg, e£ jarðvatn veldur þessari breytingu. Einnig er líklegt, að jarðhiti geti valdið þessari um- myndun. En þess skal h'ka getið, að í fjöllum, hlöðnum upp úr lausum gosefnum á síðustu ísöld, er til gosaska, sem liefur ekki breytzt í móberg, t. d. í Litla- og Stóra-Sandfelli. I nokkrum móbergsfjallanna mótar enn fvrir gígum, svo sem í Stóra-Meitli. í mörgum fjallanna eru gígtappar úr grágrýti, en þeir standast veðrun betur en móberg og skaga Jrví víða upp úr. Bezt dæmi um slíkan bergstand í móbergi er Lambafellshnúkur, en hann setur á fellið keilislögun, enda er Keilir á Reykjanesi eins upp byggður. Gráuhnúkar norðan Þrengsla eru líka bergstand- ar. Litla-Skarðsmvrarfjall og Orustuhóll eru úr mjög stórdílóttu grágrýti. Er það gangur, líklega gömul eldstöð. Dalkvosir í mörg- um fellanna eru ekki gamlir gígar, lieldur hafa jökulflikki orðið undir lausum gosefnum, þegar fellin hlóðust upp, og ekki bráðn- að fyrr en að gosunum loknum. Þar sem ís var undir móbergi, myndaðist því dæld eða dalur, t. d. dalirnir í Stóra-Reykjafelli eða Innstidalur. I Stóra-Reykjafelli vestanverðu er stór felling í lagskiptu mó- bergi. Slíkar fellingar mynduðust líklega, ef veggir ísgeilanna hafa haft mikinn fláa eða í þeirn verið syllur. ísveggurinn hefur síðan bráðnað, meðan gosefnin voru enn vatnsósa, og gosefnin fylgt honum. Lík felling, en minni, er einnig í Blákolli vestan- verðum. Annað fyrirbæri, sem víða er að finna í móbergsfjöll- um, er svokölluð flögun. Lagskipt móberg hefur kubbazt og klofn- að án tillits til lagskiptingar undan þrýstingi jökulfargsins. Slík flögun í móbergi er t. d. í Stóra-Reykjafjalli við veginn upp í Hveradali. Auk móbergsfjalla eru til á Elengilsvæðinu grágrýtisflákar, sem myndaðir eru á einu af fyrstu bráðnunarskeiðum síðustu ísaldar. Er hér um grágrýtislög að ræða, sem komin eru úr Hengli og hylja suðausturhluta hans, Ástaðafjall og Hamarinn ofan Hvera- gerðis. í Húsmúla norðan Kolviðarhóls er og grágrýti. Gæti þar verið sérstök eldstöð. Allt er grágrýti þetta jökulsorfið. Umliverfis Skálafell er grágrýtisdyngja (Norður- og Suður-Háls- ar), sem ég hef nefnt Skálafellsdyngju. Grágrýti þetta er komið úr gíg, Trölladal, vestan Skálafells, og hefur síðan runnið um- liverfis fellið og víða fram af brún Efrafjalls og Hjallafjalls. Grá-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.