Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 171 9. mynd. Eystri gossprungan á Hellisheiði norðan þjóðvegar. Þar konni upp Þurárhraun og Orustuhólshraun árið 1000. A bendir á vestri og eldri gossprung- una, sem liggur yfir Stóra-Skarðsmýrarfjall til Innstadals, en B á misgengi í austanverðu fjallinu. — Die Kraterreihe auf Hellisheiði, die im Jahre 1000 tdtig war. — Ljósm. Þ. E. Hraunsvigður eru víða í apalhraunum, t. d. í Landbrotshrauni (Jón Jónsson 1954). Þess var áður getið, að Kristnitökuhraun lægi vestan Hveradala inn undir jaðar Brunans og væri því eldra en liann. Orðið Bruni virðist hér sunnan lands einkum vera notað um hraun, runnin, eftir að land byggðist. Menn hafa séð hraunin brenna. Dæmi um þetta eru Inn- og Frambruni í Eldborgarhrauni (Kristnitökuhrauni). Yngsta hraun sunnan Hafnarfjarðar heitir og Bruni. Er hraun Jrað komið frá Óbrynnishólum undir Undirhlíðum. Þess er getið í Kjalnesingasögu sem Nýjahrauns. Samkvæmt rannsókn Guðmund- ar Kjartanssonar (1952) er Bruni þessi runninn á landnámsöld eða litlu síðar. í Þingeyjarsýslu er nafnið Bruni að vísu notað um úfin apalhraun, Grænavatnsbruni og Út- og Innbruni í Ódáða- hrauni, sem runnin eru, áður en land byggðist. Nafn hraunanna

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.