Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 24
172 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN frá Eldborgum vestan Lambafells, Bruni, bendir til þess, að þau hafi runnið að mönnurn aðsjáandi. í annálum og öðrum rituðum heimildum er þessara lrrauna livergi getið, svo að mér sé kunnugt. En yfirleitt virðast náttúru- viðburðir á Suðurkjálka hafa farið fram hjá annálariturum, og þá sjaldan, að þeirra er getið, er þekking á staðháttum harla lítil, svo að jafnvel hraun, komin upp við Trölladyngju á Reykjanesi, eru talin renna niður í Selvog. Þorvaldur Thoroddsen (1925) telur, að einkum hafi eldgos verið tíð um skagann á 14. öld. Þannig geta annálar gosa í Brennisteinsfjöllum 1340 og 1389, og Ögmundar- hraun er talið runnið árið 1340. Svínahraunsbruni, bæði hraunin, eru runnin síðar en 1000, en að öllum líkindum fyrir siðaskipti, sennilega á 14. öld. Norðan Fjallsins eina í Lambafellshrauni er lítið hraun, 0,5 km2 að stærð. Það er komið upp um sprungu, sem er í beinu framhaldi Eldborga. Hraun þetta mun vera líkt Brunanum að aldri. Brotalínur, jarðskjálftar og hverir. Þess var getið hér að framan, að móbergsfjöll, gossprungur og einstakir gígar hefðu landnorðurstefnu, NA-SV- eða NNA-SSV- stefnu. Jarðskorpan sunnan lands rifnar einkum í þessa stefnu, og síðan treðst hraunkvikan úr iðrum jarðar upp um þessar sprungur. A ísöldum jökultímans hlóðust móbergsfjöll upp á slíkum sprung- um. Á nútíma hafa gos einnig verið bundin við þessar brotalínur. En þó eru þær brotalínur algengastar, sem engin kvika hefur kom- uð upp um. Misgengi nefnist það, ef annar hvor barmur brotalínu hefur sigið. Gott dæmi er Almannagjá. Þar er eystri barmurinn siginn. Gjár nefnast brotalínur, sem opnazt hafa eða gliðnað sund- ur án þess að um misgengi sé að ræða. Gott dæmi er Flosagjá. Ár og jöklar grafa sig síðan gjarnan niður um brotalínur, og stýrist mótun dala mjög af þeim. Flestir drættir landslags hér sunnan lands liafa landnorðurstefnu. Víða á Hellisheiðarsvæðinu getur að líta stalla og dali í lands- lagi, sem myndazt hafa við misgengi jarðlaga. Flest eru þessi mis- gengi til orðin á nútíma og því mjög fersk. Einna fallegust mis- gengi, stallamisgengi, eru í Skálafellsdyngju, að norðan í Hvera- hlíðum, að vestan í Lakahnúkum, Stóra-Sandfelli, Sanddölum og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.