Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 28
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ingimar Óskarsson: Nýjungar um íslenzk lindýr Rannsóknir á lindýralífi hér við land síðustu áratugina hala verið hverfandi litlar, og því ekki margra nýjunga að vænta á því sviði; helztar þeirra eru frá áhugamönnum um náttúrufræði, mönnum, sem gjarnan vilja fræðast um ýmis konar smádýr, er þeir finna og halda til haga. Með því móti hef ég fengið í hendur tegundir, sem ekki hafa fundizt hér áður eða eru mjög fágætar. Vil ég sérstaklega þakka frú Petru Sveinsdóttur, Sunnuhlíð, Stöðv- arfirði, fyrir söfnun á mörgum fágætum skeldýrum, sem hún mestmegnis hefur aflað úr ýsumögum. Skal nú getið nokkurra athyglisverðra skeldýrategunda. Sandskel (Mya arenaria). Tegund þessi finnst hér í fyrsta skipti sumarið 1958, og þá í Skarðsfirði í Hornafirði (sjá Náttúrufr. 28. árg., 4. h.). Sumarið 1959 finnst svo rnikið af tegundinni í Dyrhólaós S. Sendi Einar bóndi Einarsson á Skammadalshól í Mýrdal mörg eintök til mín, en öll voru þau án dýrs, en lifandi eintök hefur hann séð síðan. Stærsta skelin, sem hann hefur fundið er 74 mm á lengd og 38 mm á breidd (Sjá Náttúrufr. 30. árg., 1. h.). í Norður-Atlanzhafi verð- ur tegundin 9—10 cm að lengd, þegar hún er fullvaxta og hefur traustari skeljar heldur en í ljós hefur komið hér við land. Svo virðist sem hún hafi ekki enn fundið hér þau lífsskilyrði, sem henni hentar bezt. Aðrir fundarstaðir sandskeljarinnar eru: Vestmanna- eyjar og Grafarvogur inn úr Faxaflóa (finnandi Bjarni Einarsson). Útbreiðslusvæði tegundarinnar nær því nú frá Hornafirði vestur um og inn í Faxaflóa sunnanverðan. Hjartaskel (Cardium edule). Þessarar tegundar er fyrst getið frá íslandi 1953 og þá frá norður mörkum Faxaflóa (sjá Náttúrufr. 23. árg., 1. og 4. h.). En síðar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.