Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 36
184
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
sammála. Stakk hann jafn-
framt upp á því, að kuð-
ungurinn yrði talinn und-
irtegund (subspecies) af
beitukónginum; gaf hann
honum nafnið superangu-
lare, án þess þó að frum-
lýsa honum. Ætti þá kuð-
ungurinn eftir nýjustu
nafngiftareglum að lieita:
Buccinum undatum super-
angulare. En eftir að ég
hafði athugað í honum
skráptunguna, kornst ég á
þá skoðun, að eðlilegast
væri að telja hann sjálf-
stæða tegund, þar sem hlið-
artannafjöldi tungunnar er
annar en hjá beitukóngn-
um. Ég nota sama heitið á
nýja kuðunginn og það,
sem prófessor Thorson
stakk upp á og verður þá
vísindaheiti tegundarinnar:
Buccinum superangulare
(Thorson & Óskarsson). Á
íslenzku hef ég svo kall-
að hann stöðvarkóng. — Lýsing kuðungsins fer hér á eftir:
Kuðungurinn stuttur og gildvaxinn, hvítgulur eða bláleitur á
litinn. Hyrnan lítil fyrirferðar, allmiklu styttri — helmingi styttri
en grunnvindingurinn. Hvirfillinn yddur. Vindingar hymunnar
5—6, flatir eða lítið kúptir, og er neðsti vindingur hennar með
stýfðri brún. Grunnvindingurinn mjög mikill um sig, nærri flat-
ur, með hárri þverstýfðri brún og oft með háum randkili, sem
stundum slútir niður yfir brúnina. Saumurinn venjulega djúpur,
en breytilegur að dýpt. Halinn og rennan lík því sem er á beitu-
kóngi. Munninn allstór, 40 mm langur, óreglulega ferhyrndur eða
þríhyrndur að lögun og með fremur þunnri útrönd. Stundum er
9. mynd. Stöðvarkóngur (Buccinum super-
angulare). Stærsta eintakið, sein fundizt hef-
ur lifandi. Ylirborðið afþakið kalkpípuorm-
um og ungum hrúðurkörlum.
(The surface of the shell is almost covered
by Spirorbis and young Balanus).
(Ljósm. G. Gestsson.)