Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
185
allt innra borð útrandarinnar og umhverfi munnviksins dökk-
fjólublátt að lit. Að undanskildum tveimur efstu vindingunum
er allt yfirborð kuðungsins sett grófum þvergárum og þéttstæðum,
fíngerðum, en glöggum vaxtarrákum; auk þess mótar óljóst fyrir
langfellingum á þremur eða fjórum neðstu vindingum hyrnunnar.
Lokan skakksporlaga, 21 mm á lengd og 13 mm á breidd, og ligg-
ur kjarninn 3,5 mm frá hægri brún lokunnar. Tannsettning skráp-
tungunnar: 3.6.4. Stærsti kuðungurinn er 60 mrn á hæð og 45 mm
á breidd.
Eftir því, sem mér hefur vei'ið tjáð finnst stöðvarkóngurinn
fyrst vorið 1959, og var það Anton Helgason að Löndum í Stöðv-
arfirði, sem fyrst varð hans var. Annars hefur frú Petra Sveins-
dóttir, sem fyrst kynnti þennan nýja kuðung, gert mér þann mikla
greiða að afla ýmissa upplýsinga um hann samkvæmt ósk minni
og kann ég henni beztn þakkir fyrir. Kuðungurinn hefur fundizt
á 80 m löngu belti, alls 11 eintök, 6 dauð og 5 lifandi. Kuð-
ungarnir eru mjög misjafnir að stærð og augsýnilega á ýmsum aldri.
í Landabót er ströndin nokkuð grýtt og brimasöm, og rekur þarna
mikið upp af þara. Nokkrar algengar skeldýrategundir linnast í
þarabrúkinu og þar á meðal mikið af venjulegum beitukóngi, hef
ég líka fengið nokkur eintök af honum til álits, en ekki getað séð
neitt óvenjulegt við ltann.
Hversu djúpt hin nýja tegund nær út í Landabót, er ekki vitað,
þar sem enginn hefur reynt að afla liennar með botnsköfu, en slíkt
væri nanðsynlegt til þess að geta gert sér einhverja hugmynd um
magn tegundarinnar.
Á meðan stöðvarkóngsins verður ekki annars staðar vart en í
Landabót, væri mjög æskilegt, að lifandi eintök, sem kynnu að
sjást, væru látin í friði.
Að lokum vil ég biðja alla áhugamenn um náttúrufræði, að láta
höfund þessarar greinar vita, ef umræddur kuðungur skyldi bera
fyrir þá á nýjum stöðum.