Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
187
ultimo tumido et penultimo ad suturam distincte carinatis, sutura impressa,
apertura magna dimidia testa multo longiore, labro externo tenui supra
medium in angulum fere rectum curvato. Superficies cingulis spiralibus ele-
vatis regularibus dense obducta, plicis longitudinalibus fere obsoletis in anf-
ractu ultimo evanidis, striis incrementi tenuibus valde numerosis et bene
conspicuis, epidermide haud distincta. Operculum parvum dimidia apertura
brevius, nucleo excentrico.
Dentes radulae: 3.6.4
Cetera ut in Buccino undato.
Magn: long. 60 mm, lat. 45 mm, apert. long. 40 mm.
Spec. orig. Stöðvarfjörður in ora orientalis Islandiae, 1960.
Ingólfur Daviðsson:
Nornabaugar
Ríki sveppanna er næsta fjölskrúðugt. Allir þekkja gorkúlurnar,
sem þjóta upp eftir sláttinn á túnum, eða birtast furðu skyndi-
lega á gömlum áburðarhaugum. Er vöxturinn undra hraður ef
skilyrði eru góð. Niðri í jörðinni kvíslast ljósir sveppaþræðir, sem
afla næringarefna, en sjálf gorkúlatr er aðeins tímgunarfæri, sem
á haustin verður fullt af svörtu „ryki“ og kallast þá kerlingar-
eldur eða skollaeldur. Hið dökka „ryk“ er raunar gró sveppsins.
Geta gróin víða borizt með vindinum og upp af þeim vaxið nýjar
gorkúlur. Gorkúlan er vel æt, meðan hún er ung og enn hvít í
gegn. Ætur er líka hinn stóri, móleiti kúalubbi, sem víða vex út
um hagana. Eru kýr sólgnar í hann, einkum í hitum. Smá pípur
eru neðan á hatti hans eða hjálmi og í þeim myndast gróin. Helzti
matsveppurinn er þó ætisveppurinn (Champignon), sem fæst hér
í verzlunum. Vex hér einnig villtur; ber hvelfdan hjálm, með
súkkulaðibrúnum blöðum neðan á. Myndast gróin á þessum blöð-
um. Hjálmurinn situr á staf og svo eru sveppaþræðirnir niðri í
moldinni. Ætisveppur er oft ræktaður í dimmum kjöllurum. Svepp-
ir hafa nefnilega enga blaðgrænu. Þeir geta því ekki unnið kolefni
úr loftinu og eru annaðhvort rotsveppir, eins og hinir fyrrnefndu,
eða sníkjusveppir. — Myglusveppir eru mjög algengir á rökum