Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 42

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 42
190 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN annarrar hliðar, og þess vegna færast rendumar til ár frá ári í sömu átt. Fyrir kemur, að rendurnar eru þrjár, eða liringarnir þrefaldir, þ. e. tvö dökkgræn belti og hálfvisin rönd í miðju. Halda sumir að svepparnir tæmi, eða jafnvel eitri jarðveginn smám saman og af því stafi visna röndin. Hugsast getur líka að jarðvegurinn verði svo gegnofinn af sveppaþráðum, að vatn sígi naumast niður. Muni þá gamla gróðurröndin visna af Jrurrki og næringarskorti. En að síðustu rotna sveppaþræðirnir og verða að köfnunarefnisríkri jurtanæringu. Gæti þetta orsakað aftari grænu rákina eða innri græna hringinn. — Fyrst hefur nornasveppurinn vaxið á litlum bletti. Ef sveppaþræðirnir deyja í miðjum blettin- um, t. d. af næringarskorti, þá myndast hringur, sem að lokum getur orðið furðu stór. Talið er nú, að cyanvatnsefnismyndun sveppsins Clitocybe o. fl. hafi áhrif á jarðveg og gróður í noma- baugum. Það eru sérstakir hattsveppir, sem valda nornabaugunum, eins og áður er nefnt. Hattarnir geta verið 3—5 cm á breidd og eru hálf leðurkenndir á að líta á algengustu tegundunum. En hattarnir koma ekki í ijós nema sum ár. Geta vel liðið nokkur ár milli verulegra „hattára". Smáa nornabauga liafa ýmsir séð í grasi og mosa. í Hleiðargarði í Eyjafirði hafa lengi sézt í graslendi stórar, dökkgrænar rákir, sem e. t. v. geta verið risavaxnir nornabaugar. I Englandi er talið að nornabaugur sveppsins Marasmius oreades vaxi 13—48 cm á ári. Hefur samkvæmt þessu verið reiknað út, að einstaka nornabaugar, sem lykja um allstór svæði, séu 400—600 ára gamlir! Hefur t. d. verið tekin mynd úr lofti af risavöxnum nornabaugum, sem liggja umhverfis Stonehauge-rústiinar. — Á gresjum Colorado í Bandaríkjunum hafa verið mældir nornabaug- ar, sem reyndust um 200 metrar í þvermál. Erlendis hafa norna- baugar stöku sinnum skemmt grasbletti og jafnvel trjágróður, svo þurft hefur að grafa þá upp. Mikill áburður hefur virst draga frekar úr sumum nornasveppum. Vallhumall þrífst vel í norna- baugum, þótt gras og smári visni. í dauðu rákunum eftir „kempu trekthatt“ drepast rósir o. fl. runnar, en flauelsblóm (Tagetes) lifir. Sumar blómjurtir geta myndað einskonar nornabauga, t. d. ein erlend blágresistegund (Geranium Robertianum). Fróðlegt væri að frétta hvort margir hafa orðið varir við norna- bauga hér á landi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.