Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
193
Loks má geta þess að mér þætti vænt um að fá upplýsingar um
útbreiðslu þessara sveppa og annarra, ef einhver kynni að veita.
Bréf má senda til Náttúrugripasafnsins í Reykjavík (Grasafræði-
deild.).
Sigurður Pétursson:
Það mun mörgum hafa þótt slæmar fréttir, er tilkynnt var ný-
lega, að sýningarsal Náttúrugripasafnsins í Safnhúsinu við Hverf-
isgötu væri lokað fyrir fullt og allt. Menn höfðu að vísu gert ráð
fyrir því, að sýningarsafnið yrði flutt úr þessu húsi í náinni fram-
tíð, en tæpast fyrr en tilbúin væri fyrir Náttúrugripasafnið bygg-
ing sú á Háskólalóðinnþ sem margsinnis er búið að lofa. En hér
var ekki því að heilsa. í stað hins ágæta húsnæðis, sem sýningar-
safnið hafði í Safnhúsinu, kom ekki nein ný bygging, sniðin eftir
kröfum tímans, heldur einn lítill salur uppi á þriðju hæð í húsi
innundir Vatnsþró. Sennilega hefur salurinn í gömlu Glasgow ver-
ið aðgengilegri, en þar var safnið til húsa á árunum 1895-1899.
Þá voru íbúar Reykjavíkur um 5 þúsundir, en nú 71 þúsund.
Hvað myndu þeir segja nú Benedikt Gröndal og Bjarni Sæmunds-
son?
Náttúrugripasafnið hefur alla tíð verið óskabam Hins íslenzka
náttúrufræðifélags og alveg sérstaklega sýningarsalur safnsins. Mark-
mið félagsins hefur alltaf verið að vekja áhuga almennings fyrir
náttúrufræði, engu síður en að stuðla að vísindalegum rannsókn-
um á náttúru landsins. Þess vegna getur félagið ekki talið nægilegt,
að komið sé upp vinnustofum fyrir starfsmenn safnsins. Það hlýt-
ur að krefjast þess, að haldið sé opnum myndarlegum sýningar-
sal, þar sem bæði ungir og gamlir geta skoðað og lært að þekkja
hinar algengustu tegundir dýra, jurta og steina. Þessa hefur Hið
íslenzka náttúrufræðifélag nokkurn rétt til að krefjast, í fyrsta
lagi vegna þess, að félagið kom upp Náttúrugripasafninu, jók það