Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Op sandskelja eru sjáanleg ífjörusandinum á stórstraumsfjöru. Ljósm. Þórður Örn Kristjánsson. Sandskel verður kynþroska 20-50 mm að lengd og er þá 1-4 ára gömul allt eftir vaxtarskilyrðum.5 Talið hefur verið að hitastigið þurfi að vera 10-12°C til þess að hrygn- ing sandskeljar heppnist10 en dæmi eru um vel heppnaða hrygningu við 4-6°C.8 Erlendis hrygnir sand- skel einu sinni eða tvisvar á ári eftir staðsetningu. í Óslóarfirði" og á Cornwall í Englandi12 hrygnir skelin tvisvar á ári en við Hróarskeldu í Danmörku13 og við austurströnd Norður-Ameríku, frá Kanada suður til Main,14 er aðeins um einn hrygn- ingartíma að ræða. Fyrir sunnan Main er talið að sandskel hrygni tvisvar á ári.8 Eftir að eggið frjóvg- ast eru lirfur sandskelja sviflægar í sjónum í allt að 4 vikur og setjast eftir það á botninn.15 Mikil afföll eru á lirfunum fyrstu dagana eftir frjóvgunina og þar til þær hafa grafið sig niður í botninn.16 áberandi aftan til þar sem rani kemur út úr þeim (1. mynd). Raninn er myndaður úr tveimur samvöxnum pípum, þ.e. innstreymis- og út- streymishluta. Skelin dælir sjó inn um innstreymisopið, gegnum tálkn- in og út um útstreymisopið. Ur sjón- um síar hún fæðuna, sem sam- anstendur af svifþörungum, svifdýr- um, bakteríum, eggjum og lirfum ýmissa dýra auk lífrænna leifa.1 Sandskel verður yfirleitt 60-100 mm að lengd2 og telst til langlífra skelja- tegunda. Skelin nær í flestum tilfell- um 10-20 ára aldri en dæmi eru um 28 ára gamla skel úr Fundy-flóa.3 Sandskel lifir niðurgrafin í seti fjörunnar eða sjávarbotnsins en sendir rana sinn upp á yfirborðið og myndar þar op. Ranaopið má greinilega sjá í setinu sem litla holu (2. mynd). Sandskelin er 5-20 cm djúpt niðri í setinu, mælt frá yfir- borði niður að efri skelrönd. Stærri skeljar hafa lengri rana og liggja dýpra en þær smáu. Dæmi eru um að sandskel grafi sig niður á allt að 50 cm dýpi. Akjósanlegustu bú- svæði sandskelja eru talin vera í sandbotni eða sand- og leirblönd- uðum botni. í grófum sandi (korna- stærð >0,5 mm) á hún erfitt með að grafa sig niður.4 Vöxtur sandskelja er breytilegur og fer aðallega eftir umhverfisað- stæðum, þ.e. fæðuframboði, seltu, kornastærð í botni, straumum og staðsetningu skeljanna í fjörunni.5 Skeljar sem oft flæðir ofan af vaxa hægar en þær sem alltaf eru neðan- sjávar. I Alaska getur sandskel náð 51 mm lengd á 6-7 árum en sömu lengd á aðeins einu og hálfu ári við austurströnd Bandaríkjanna.6 Mest finnst af sandskel í fjörum opinna fjarða og á lygnum strand- svæðum, nærri fjöruborði stór- straumsfjöru og niður á 10 m dýpi, en erlendis frá eru dæmi um að skelin finnist allt niður á 192 m dýpi.71 fjörunni er algengt að skelin finnist við árfarvegi. Sandskel getur lifað við mismunandi seltu, allt nið- ur undir 4-5 %o. Talið hefur verið að syðri útbreiðslumörk, bæði fyrir fullorðin dýr og lirfur, séu við 28°C en þau nyrðri takmarkist við hita- stig á hrygningartíma, sem er breytilegt eftir staðsetningu skelj- anna.8-9 NÝTING Sandskel er eftirsótt og dýr mat- vara víða um heim en jafnframt hefur hún verið notuð sem beita við línuveiðar. A austurströnd Bandaríkjanna er hefð fyrir veiðum og neyslu sandskeljar og þar er jafnframt stærsti markaðurinn fyrir skelina. Sandskelin er ýmist stung- in upp með göfflum og tínd upp með höndum (3. mynd) eða veidd á minni bátum með plógum allt eftir staðsetningu og magni skelj- anna. Skelin er þunn og því við- kvæm fyrir hnjaski og gerir það allar nytjar hennar erfiðari. Ungar skeljar (<50mm) sem komnar eru upp á yfirborð geta grafið sig hratt niður í botninn aftur, en þessi eig- inleiki minnkar með aukinni stærð skeljanna.17 Lífslíkur stærri skelja sem hafa verið stungnar upp og skildar eftir í fjörunni eru því ekki miklar. Á undanförnum árum hefur sandskel við austurströnd Banda- ríkjanna fækkað mikið vegna of- veiði og mengunar og því dregið úr framboði, en samhliða því hefur 35

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.