Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Op sandskelja eru sjáanleg ífjörusandinum á stórstraumsfjöru. Ljósm. Þórður Örn Kristjánsson. Sandskel verður kynþroska 20-50 mm að lengd og er þá 1-4 ára gömul allt eftir vaxtarskilyrðum.5 Talið hefur verið að hitastigið þurfi að vera 10-12°C til þess að hrygn- ing sandskeljar heppnist10 en dæmi eru um vel heppnaða hrygningu við 4-6°C.8 Erlendis hrygnir sand- skel einu sinni eða tvisvar á ári eftir staðsetningu. í Óslóarfirði" og á Cornwall í Englandi12 hrygnir skelin tvisvar á ári en við Hróarskeldu í Danmörku13 og við austurströnd Norður-Ameríku, frá Kanada suður til Main,14 er aðeins um einn hrygn- ingartíma að ræða. Fyrir sunnan Main er talið að sandskel hrygni tvisvar á ári.8 Eftir að eggið frjóvg- ast eru lirfur sandskelja sviflægar í sjónum í allt að 4 vikur og setjast eftir það á botninn.15 Mikil afföll eru á lirfunum fyrstu dagana eftir frjóvgunina og þar til þær hafa grafið sig niður í botninn.16 áberandi aftan til þar sem rani kemur út úr þeim (1. mynd). Raninn er myndaður úr tveimur samvöxnum pípum, þ.e. innstreymis- og út- streymishluta. Skelin dælir sjó inn um innstreymisopið, gegnum tálkn- in og út um útstreymisopið. Ur sjón- um síar hún fæðuna, sem sam- anstendur af svifþörungum, svifdýr- um, bakteríum, eggjum og lirfum ýmissa dýra auk lífrænna leifa.1 Sandskel verður yfirleitt 60-100 mm að lengd2 og telst til langlífra skelja- tegunda. Skelin nær í flestum tilfell- um 10-20 ára aldri en dæmi eru um 28 ára gamla skel úr Fundy-flóa.3 Sandskel lifir niðurgrafin í seti fjörunnar eða sjávarbotnsins en sendir rana sinn upp á yfirborðið og myndar þar op. Ranaopið má greinilega sjá í setinu sem litla holu (2. mynd). Sandskelin er 5-20 cm djúpt niðri í setinu, mælt frá yfir- borði niður að efri skelrönd. Stærri skeljar hafa lengri rana og liggja dýpra en þær smáu. Dæmi eru um að sandskel grafi sig niður á allt að 50 cm dýpi. Akjósanlegustu bú- svæði sandskelja eru talin vera í sandbotni eða sand- og leirblönd- uðum botni. í grófum sandi (korna- stærð >0,5 mm) á hún erfitt með að grafa sig niður.4 Vöxtur sandskelja er breytilegur og fer aðallega eftir umhverfisað- stæðum, þ.e. fæðuframboði, seltu, kornastærð í botni, straumum og staðsetningu skeljanna í fjörunni.5 Skeljar sem oft flæðir ofan af vaxa hægar en þær sem alltaf eru neðan- sjávar. I Alaska getur sandskel náð 51 mm lengd á 6-7 árum en sömu lengd á aðeins einu og hálfu ári við austurströnd Bandaríkjanna.6 Mest finnst af sandskel í fjörum opinna fjarða og á lygnum strand- svæðum, nærri fjöruborði stór- straumsfjöru og niður á 10 m dýpi, en erlendis frá eru dæmi um að skelin finnist allt niður á 192 m dýpi.71 fjörunni er algengt að skelin finnist við árfarvegi. Sandskel getur lifað við mismunandi seltu, allt nið- ur undir 4-5 %o. Talið hefur verið að syðri útbreiðslumörk, bæði fyrir fullorðin dýr og lirfur, séu við 28°C en þau nyrðri takmarkist við hita- stig á hrygningartíma, sem er breytilegt eftir staðsetningu skelj- anna.8-9 NÝTING Sandskel er eftirsótt og dýr mat- vara víða um heim en jafnframt hefur hún verið notuð sem beita við línuveiðar. A austurströnd Bandaríkjanna er hefð fyrir veiðum og neyslu sandskeljar og þar er jafnframt stærsti markaðurinn fyrir skelina. Sandskelin er ýmist stung- in upp með göfflum og tínd upp með höndum (3. mynd) eða veidd á minni bátum með plógum allt eftir staðsetningu og magni skelj- anna. Skelin er þunn og því við- kvæm fyrir hnjaski og gerir það allar nytjar hennar erfiðari. Ungar skeljar (<50mm) sem komnar eru upp á yfirborð geta grafið sig hratt niður í botninn aftur, en þessi eig- inleiki minnkar með aukinni stærð skeljanna.17 Lífslíkur stærri skelja sem hafa verið stungnar upp og skildar eftir í fjörunni eru því ekki miklar. Á undanförnum árum hefur sandskel við austurströnd Banda- ríkjanna fækkað mikið vegna of- veiði og mengunar og því dregið úr framboði, en samhliða því hefur 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.