Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 26
1% hlut í gróðurþekju, og þaö breyttist hvorki við áburð né friöun. Gulmaðra og krossmaðra stóðu nokkuð jafnfætis á Suðurlandi og brugðust við íriðun og áburði á svipaðan hátt. Krossmöðru var yfirleitt ekki að finna utan þess lands- hluta. Lyng og smárunnar Lyng og smárunnar áttu mjög mis- stóran hlut í gróðurþekju einstakra staða. A sex stöðum fyrirfundust þeir ekki, en hlutur |x;irra var 22 — 73% í gróðurþekju kvistlendisins. Runnar viku hvarvetna við áburðargjöf og haföi hlutur þeirra yfirleitt minnkað um helming á öðru ári áburðargjafar. Þeir hurfu á 3—6 árum við árlega áburðar- gjöf, en breytingar tóku miklu lengri tíma, væri ekki boriö á nema annað hvert ár. I hálendistilraununum héldu sumir þeirra velli þrátt fyrir áburðar- gjöf- Grávíðir og loðvíðir (Salix callicarpea; S. lanata) voru metnir saman og fundust einungis á sex stöðum. Þar áttu þeir 1—2% hlut í gróðurþekju. Allar breyt- ingar á þekju þeirra voru mjög hægar. Eftirverkunarreitirnir sýndu, að tveggja ára áburðargjöf hafði ekki valdið varanlegum breytingum á hlut þessara tegunda, en þær létu sig við árlega áburðargjöf. Grasvíðir (Salix herbacea) fannst á öðrum hverjum tilraunastað, en náði hvergi meira en 3% hlut í gróðurþekju. Víðast hvar hörfaði hann við áburðar- gjöf, og breytingar urðu fyrr en á hinum víðitegundunum. Á hálendi hélt gras- víðir hins vegar hlut sínum við áburðargjöf og varð tiltölulega áberandi í eftirverkunarreitunum. Fjalldrapi (Betula nana) fannst á sjö stöðum og átti mest 23% hlut í gróður- þekju i kvistlendinu á Hólmavík. Hann breiddi mjög úr sér við friðun og hlutur hans margfaldaöist sumsstaðar. Fjall- drapi hörfaði heldur við áburðargjöf og náði sér miklu síður á strik í eftir- verkunarreitunum en þar sem aldrei hafði áburður komið. Krækilyng (Ernþetrum nigrum), sem stundum er talið tvær tegundir, var metið í einu lagi. Það var að finna á rúmlega helrningi tilraunastaðanna. Á Hólmavík átti það 48% hlut í gróður- þekju. Hlutur þess dróst mjög saman við áburðargjöf. Breytingarnar urðu aðal- lega á öðru ári. Lyngið breiddist ekki út i cftirverkunarreitunum. Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum) var ámóta víða að finna og undanfar- andi tegundir. Það var ekki eins við- kvæmt fyrir áburði og þær. Breytingar á hlut þess í gróðurþekju urðu ekki fyrr en á þriðja ári áburöargjafar. Það náði sér svo aftur á strik í eftirverkunarreit- unum. Sauðamergur (Loiseleuria procumbens) var um 18% af gróðurþekju á Vaðla- heiði, en fannst hvergi annarsstaðar. Hann hvarf við áburðargjöf og átti ekki afturkvæmt í eftirverkunarreitina. Elflingar Elftingar (Equisetum) uxu á lang- flestum tilraunastöðunum, en áttu hvergi meira en 5% hlut í þekju. Þær breiddust út við friðun og sumsstaðar tvöfaldaðist hlutur þeirra í áburðar- lausu reitunum. Þær .hörfuðu undan áburðargjöf, en náðu sér mjög vel á strik í eftirverkunarreitunum. Mosar Mosar (Bryophyta) uxu hvarvetna, og var hlutur þeirra 3 — 72% í gróðurþekju 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.