Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 26
1% hlut í gróðurþekju, og þaö breyttist
hvorki við áburð né friöun. Gulmaðra
og krossmaðra stóðu nokkuð jafnfætis á
Suðurlandi og brugðust við íriðun og
áburði á svipaðan hátt. Krossmöðru var
yfirleitt ekki að finna utan þess lands-
hluta.
Lyng og smárunnar
Lyng og smárunnar áttu mjög mis-
stóran hlut í gróðurþekju einstakra
staða. A sex stöðum fyrirfundust þeir
ekki, en hlutur |x;irra var 22 — 73% í
gróðurþekju kvistlendisins. Runnar
viku hvarvetna við áburðargjöf og haföi
hlutur þeirra yfirleitt minnkað um
helming á öðru ári áburðargjafar. Þeir
hurfu á 3—6 árum við árlega áburðar-
gjöf, en breytingar tóku miklu lengri
tíma, væri ekki boriö á nema annað
hvert ár. I hálendistilraununum héldu
sumir þeirra velli þrátt fyrir áburðar-
gjöf-
Grávíðir og loðvíðir (Salix callicarpea;
S. lanata) voru metnir saman og fundust
einungis á sex stöðum. Þar áttu þeir
1—2% hlut í gróðurþekju. Allar breyt-
ingar á þekju þeirra voru mjög hægar.
Eftirverkunarreitirnir sýndu, að tveggja
ára áburðargjöf hafði ekki valdið
varanlegum breytingum á hlut þessara
tegunda, en þær létu sig við árlega
áburðargjöf.
Grasvíðir (Salix herbacea) fannst á
öðrum hverjum tilraunastað, en náði
hvergi meira en 3% hlut í gróðurþekju.
Víðast hvar hörfaði hann við áburðar-
gjöf, og breytingar urðu fyrr en á hinum
víðitegundunum. Á hálendi hélt gras-
víðir hins vegar hlut sínum við
áburðargjöf og varð tiltölulega áberandi
í eftirverkunarreitunum.
Fjalldrapi (Betula nana) fannst á sjö
stöðum og átti mest 23% hlut í gróður-
þekju i kvistlendinu á Hólmavík. Hann
breiddi mjög úr sér við friðun og hlutur
hans margfaldaöist sumsstaðar. Fjall-
drapi hörfaði heldur við áburðargjöf og
náði sér miklu síður á strik í eftir-
verkunarreitunum en þar sem aldrei
hafði áburður komið.
Krækilyng (Ernþetrum nigrum), sem
stundum er talið tvær tegundir, var
metið í einu lagi. Það var að finna á
rúmlega helrningi tilraunastaðanna. Á
Hólmavík átti það 48% hlut í gróður-
þekju. Hlutur þess dróst mjög saman við
áburðargjöf. Breytingarnar urðu aðal-
lega á öðru ári. Lyngið breiddist ekki út
i cftirverkunarreitunum.
Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)
var ámóta víða að finna og undanfar-
andi tegundir. Það var ekki eins við-
kvæmt fyrir áburði og þær. Breytingar á
hlut þess í gróðurþekju urðu ekki fyrr en
á þriðja ári áburöargjafar. Það náði sér
svo aftur á strik í eftirverkunarreit-
unum.
Sauðamergur (Loiseleuria procumbens)
var um 18% af gróðurþekju á Vaðla-
heiði, en fannst hvergi annarsstaðar.
Hann hvarf við áburðargjöf og átti ekki
afturkvæmt í eftirverkunarreitina.
Elflingar
Elftingar (Equisetum) uxu á lang-
flestum tilraunastöðunum, en áttu
hvergi meira en 5% hlut í þekju. Þær
breiddust út við friðun og sumsstaðar
tvöfaldaðist hlutur þeirra í áburðar-
lausu reitunum. Þær .hörfuðu undan
áburðargjöf, en náðu sér mjög vel á strik
í eftirverkunarreitunum.
Mosar
Mosar (Bryophyta) uxu hvarvetna, og
var hlutur þeirra 3 — 72% í gróðurþekju
104