Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 49
við það, að suðan hafi verið innræn (adiabatic) og í einu þrepi niður í 100°C. Með einu þrepi er átt við, að gufan hafi aldrei skilist frá vatninu i uppstreyminu. Að þvi er varðar Na-K hitamælinn skiptir gufumyndun ekki máli, þar sem hún breytir ekki hlutfallinu. Fyrir Na-K-Ca hitamælinn er það fullnægj- andi nálgun að hirða ekki um áhrif gufumyndunar á hlutfallið \/Ca/Na. Við hátt hitastig, þar sem gufumyndun getur verið veruleg, hefur nefnt hlutfall mjög litil áhrif á útreiknaðan Na-K-Ca hita, natríum-kali hlutfallið ræður þar mestu um. Þegar gufumyndun á sér stað við suðu á jarðhitavatni leita rokgjörn efni eins og kolsýra og brennisteinsvetni úr vatn- inu og yfir i gufuna. Nefnd efni eru veikar sýrur og þessi flutningur þeirra úr vatninu leiðir til þess, að sýrustig (pH) jjess hækkar. Þetta veldur því, að sú nálgun að reikna styrk óklofins kísils (H4Si04) út frá efnagreindum kísli og mældu pH með samleysingu jafna (8) og (9) er ekki lengur fullnægjandi að þvi er varðar háhitavatn. Fyrir lághitavatn er nálgunin þó sæmileg, veldur i mesta lagi 5—10°C skekkju fyrir 120—160°C heitt vatn. Að því er varðar háhitasvæði er það fullnægjandi nálgun, að reikna með að allur efnagreindi kísillinn sé óklofinn (H4Si04). Aðra leið er þó unnt að velja til þess að komast hjá vandamálinu um breyt- ingu á sýrusligi samfara suðu. Eins og fram kemur hjá Stefáni Arnórssyni o. fl. (1980a) er hlutfallið rnilli natrium og sýrustigs (Na + /H+) konstant við ákveðið hitastig. Hagnýti maður sér þetta samband, þarf ekki að styðjast við mælingu á sýrustigi til að reikna út jjann hluta, sem óklofinn er af efna- greindum kísil. Með því að leysa saman neðangreinda jöfnu: (Na + /H *) = KNa (10) og jöfnur (8) og (9) fæst: SiO, efnaereindur m 11 (H ,Si04) =—-=-------------------- (U) KH4Si04 ’ KNa/Na + 1 Þannig má með jöfnu (11) reikna út H ,SiO , og þar með kísilhita út frá efna- greindum kísil og natríum, jrar sem viðkomandi stuðlareru þekktir. Raunar má notfæra sér j^essa nálgun til að reikna út kísilhita á jarðhitavatni þótt suða hafi ekki átt sér stað, eins og fjallað verður um í næsta kafla um kvörðun efnahitamælanna. Á 4. mynd er sýnt, hvernig hlutfallið óklofinn kísill/heildarkísill breytist með hitastigi fyrir valin gildi á styrk natrí- ums. Af [tessari mynd sést, að það er fyllilega réttmæt nálgun að gera ráð fyrir því, að hverfandi hluti uppleysts kísils í ósoðnu háhitavatni sé klofinn (H ,Si04), jafnvel þótt styrkur natríums í vatninu sé jafnlágur og 50 ppm. Það er eingöngu í lághitavatni með minna en 100 ppm natrium, að verulegur hluti uppleysts kísils er klofinn. KVÖRÐUN Eins og áður var getið byggist kvörð- un kísilhitamælanna á lilraunum um uppleysanleika kvars annars vegar og kalsedóns hins vegar. Fournier (1973) hefur einn gert til- raunir með uppleysanleika kalsedóns. Voru þær gerðar á einu sýni og ná yfir hitabilið 120—180°C. Leysanleiki við hærri og lægri hitastig er fenginn með spá. Byggir hún á því að gefa sér, að varmi (enthalpy) efnahvarfsins fyrir 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.