Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 40
Hörður Kristinsson: Vorstör (Carex caryophyllea Latourr) fundin á Islandi Vorið 1978 fóru fram á vegum Há- skóla Islands rannsóknir á gróðri í Iand- areign hans í Herdísarvík, Selvogs- hreppi. Gróðursælt er í brekkunum undir hömrum Herdísarvíkurfjalls, og er nokkuð suðrænn blær á tegunda- samsetningunni, líkt og gerist í brekkum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Á einum stað í hlíðarótunum, innan um mjað- jurt, garðabrúðu, blákollu, jarðarberja- lyng og stúfu, fannst ójtekkt stör, sem við greiningu reyndist vera Carex caryo- phyllea Latourr. Ekki er vitað til, að hún hafi áður fundist hér á landi. Eintök voru síðar send til Örjan Nilsson, grasa- fræðings í Uppsölum, og staðfesti hann greininguna. Stör þessi hefur hlotið heitið vorstör á íslensku (Ingimar Óskarsson 1963) og er það í samræmi við nafngiftir hennar á norðurlandamálum, svo og við eldra samnefni hennar á latínu, sem er Carex verna Chaix. Allmikið er af störinni á fundar- staðnum, en þó er vaxtarsvæði hennar ekki meira en um 10X25 m í þvermál. Fundarstaðurinn bendir til jtess, að hér sé um suðræna tegund að ræða í ís- lensku flórunni, og væri ekki ólíklegt, að hún gæti leynst einhvers staðar undir Eyjafjöllum eða í Mýrdalnum. I Skandinaviu er tegundin einnig fremur suðræn, og fer ekki norður fyrir 64. breiddargráðu. Á Bretlandseyjum er hún útbreidd, en vex aðeins sem ílendur slæðingur í Norður-Ameríku. f Evrópu er vorstörin talin vaxa í fremur þurru graslendi. Vorstörin tilheyrir deildinni Hetero- stachyae-tristigmaticae og fellur sam- kvæmt greiningarlyklum í Flóru íslands og Islenzkri Ferðaflóru beint undir dúnhulstrastör, þar sem hún hefur loðin hulstur. Á þessu einkenni er hún auð- j^ekkt frá öllum íslenskum störum öðr- um en dúnhulstrastör og grástör, sem einnig hafa loðin hulstur. Frá dún- hulstrastör greinist vorstörin helst á því að kvenöxin eru blómfleiri og aflöng, og þótt stöngullinn sé grannur hangir hann ekki niður þegar líður á sumarið eins og á dúnhulstrastörinni (1. mynd). Gott grein- ingareinkenni er ennfremur sérkennileg- ur jwerkantur, sem er ofan til á hnetunni (sbr. 2. mynd a). Þetta sést þó aðeins með allmikilli stækkun og eftir að hulstrið hefur verið plokkað utan af henni. Litil hætta er á að rugla vorstörinni saman Náttúrufræðingurinn, 50 (2), 1980 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.