Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 40
Hörður Kristinsson: Vorstör (Carex caryophyllea Latourr) fundin á Islandi Vorið 1978 fóru fram á vegum Há- skóla Islands rannsóknir á gróðri í Iand- areign hans í Herdísarvík, Selvogs- hreppi. Gróðursælt er í brekkunum undir hömrum Herdísarvíkurfjalls, og er nokkuð suðrænn blær á tegunda- samsetningunni, líkt og gerist í brekkum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Á einum stað í hlíðarótunum, innan um mjað- jurt, garðabrúðu, blákollu, jarðarberja- lyng og stúfu, fannst ójtekkt stör, sem við greiningu reyndist vera Carex caryo- phyllea Latourr. Ekki er vitað til, að hún hafi áður fundist hér á landi. Eintök voru síðar send til Örjan Nilsson, grasa- fræðings í Uppsölum, og staðfesti hann greininguna. Stör þessi hefur hlotið heitið vorstör á íslensku (Ingimar Óskarsson 1963) og er það í samræmi við nafngiftir hennar á norðurlandamálum, svo og við eldra samnefni hennar á latínu, sem er Carex verna Chaix. Allmikið er af störinni á fundar- staðnum, en þó er vaxtarsvæði hennar ekki meira en um 10X25 m í þvermál. Fundarstaðurinn bendir til jtess, að hér sé um suðræna tegund að ræða í ís- lensku flórunni, og væri ekki ólíklegt, að hún gæti leynst einhvers staðar undir Eyjafjöllum eða í Mýrdalnum. I Skandinaviu er tegundin einnig fremur suðræn, og fer ekki norður fyrir 64. breiddargráðu. Á Bretlandseyjum er hún útbreidd, en vex aðeins sem ílendur slæðingur í Norður-Ameríku. f Evrópu er vorstörin talin vaxa í fremur þurru graslendi. Vorstörin tilheyrir deildinni Hetero- stachyae-tristigmaticae og fellur sam- kvæmt greiningarlyklum í Flóru íslands og Islenzkri Ferðaflóru beint undir dúnhulstrastör, þar sem hún hefur loðin hulstur. Á þessu einkenni er hún auð- j^ekkt frá öllum íslenskum störum öðr- um en dúnhulstrastör og grástör, sem einnig hafa loðin hulstur. Frá dún- hulstrastör greinist vorstörin helst á því að kvenöxin eru blómfleiri og aflöng, og þótt stöngullinn sé grannur hangir hann ekki niður þegar líður á sumarið eins og á dúnhulstrastörinni (1. mynd). Gott grein- ingareinkenni er ennfremur sérkennileg- ur jwerkantur, sem er ofan til á hnetunni (sbr. 2. mynd a). Þetta sést þó aðeins með allmikilli stækkun og eftir að hulstrið hefur verið plokkað utan af henni. Litil hætta er á að rugla vorstörinni saman Náttúrufræðingurinn, 50 (2), 1980 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.