Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 23
áburðarskammtar, en þeir breyttu sára- litlu um tegundasamsetningu gróðurs- ins. Meðaláburðarskammtur var 50—85 kg köfnunarefnis á hektara, mismunandi eftir tilraunaflokkum, og 29—38 kg fosfórs. Hér á eftir verður fjallað um breytingar á gróðurfari óháð joessu mismunandi áburðarmagni, enda skiptir það ekki verulegu máli. Af áburðarlausu reitunum í tilraun- unum má sjá fyrstu breytingar á land- inu við friðun. Af áburðarreitunum sést þar að auki, hvernig gróðurfar lagar sig að bættu næringarástandi. Eftirverk- unarreitirnir sýna, hvernig gróður leitar aftur til fyrra horfs að áburðargjöf lok- inni og hvort gróðurfar hefur að ein- hverju leyti tekið varanlegum breyt- ingum við tveggja ára áburðargjöf. GRÓÐUR ÞEKJA Tilraunir þær, sem fjallað er um hér, voru flestar gerðar á algrónu landi. Á fimm stöðum var gróðurþekjan 90% af flatarmáli tilraunareita eða minna við upphaf tilraunanna, minnst 36% í Skálholtsvík, þar sem borið var á mel. Sáralitlar breytingar urðu á gróður- þekju þessara staða við friðunina eina þann tíma, sem tilraunirnar stóðu. Við áburðargjöf greri landið fyrirstöðulítið upp og var orðið nær algróið á öðru og þriðja tilraunaári. Gróðurþekja minnk- aði svo aftur í eftirverkunarreitunum, jjegar hætt var að bera á þá. Þeir voru |tó enn miklu betur grónir en áburðar- lausu reitirnir við tilraunalok. Rétt er að taka fram, að gróður|rekja var metin sem hundraðshluti af yfir- borði hvers reits. Síðan var metinn hlutur einstakra tegunda í þeirri gróðurjDekju. FJÖLDI TEGUNDA Athugaður var fjöldi tegunda i hvcrjum reit með þeirri undantekningu, að ekki var greint milli tegunda grasa- ættar. Með fáum undantekningum fækkaði tegundum verulega við áburðargjöf, en friöunin ein breytti litlu. Grös eru öðrum tegundum hæfari til að nýta áburð og lifa í þéttum sverði, séu vaxtarskilyrði að öðru leyti þolan- leg. Tegundum fækkaði yfirleitt um leiö og hlutur grasa í gróðurjækju jókst. Að meðaltali voru 16 tegundir í hverjum áburðarlausum reit, 14 tegundir jjar sem boriö var á annað hvert ár og 9 tegundir t reitum, sem fengu áburð árlega. I eftirverkunarreitunum fjölgaði tegundum heldur, jaegar frá leiö, jrótt Jaeir næðu ekki fjölbreytni áburðarlausu reitanna á tilraunaskeiðinu. Frávik frá þessari reglu urðu helst til fjalla. Þar fækkaði tegundum hvorki né fjölgaði við áburðargjöf, enda náðu grös j^ar ekki sömu yfirburðum og á láglendi. HLUTUR EINSTAKRA TEGUNDA í GRÓÐURÞEKJU Grös (Poaceae) Þekja allra tegunda grasaættar var metin í einu lagi. Grös áttu mjög mis- stóran hlut í gróðurþekju við upphaf tilraunanna, eða frá 2% upp í 63%. Á átta stöðum var hlutur grasa minni en 10%. Það voru blautustu mýrarnar, ntosaþembur og kvistlendi. Grös breiddust lítið út við friðun, en á flestum stöðum var aðeins um sumarfriðun að ræða, eins og áður segir. Grösin brugðust aftur á móti vel við áburðar- gjöf. Á öðru sumri áburðargjafar var hlutur þeirra orðinn 53—93% af 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.