Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 23
áburðarskammtar, en þeir breyttu sára- litlu um tegundasamsetningu gróðurs- ins. Meðaláburðarskammtur var 50—85 kg köfnunarefnis á hektara, mismunandi eftir tilraunaflokkum, og 29—38 kg fosfórs. Hér á eftir verður fjallað um breytingar á gróðurfari óháð joessu mismunandi áburðarmagni, enda skiptir það ekki verulegu máli. Af áburðarlausu reitunum í tilraun- unum má sjá fyrstu breytingar á land- inu við friðun. Af áburðarreitunum sést þar að auki, hvernig gróðurfar lagar sig að bættu næringarástandi. Eftirverk- unarreitirnir sýna, hvernig gróður leitar aftur til fyrra horfs að áburðargjöf lok- inni og hvort gróðurfar hefur að ein- hverju leyti tekið varanlegum breyt- ingum við tveggja ára áburðargjöf. GRÓÐUR ÞEKJA Tilraunir þær, sem fjallað er um hér, voru flestar gerðar á algrónu landi. Á fimm stöðum var gróðurþekjan 90% af flatarmáli tilraunareita eða minna við upphaf tilraunanna, minnst 36% í Skálholtsvík, þar sem borið var á mel. Sáralitlar breytingar urðu á gróður- þekju þessara staða við friðunina eina þann tíma, sem tilraunirnar stóðu. Við áburðargjöf greri landið fyrirstöðulítið upp og var orðið nær algróið á öðru og þriðja tilraunaári. Gróðurþekja minnk- aði svo aftur í eftirverkunarreitunum, jjegar hætt var að bera á þá. Þeir voru |tó enn miklu betur grónir en áburðar- lausu reitirnir við tilraunalok. Rétt er að taka fram, að gróður|rekja var metin sem hundraðshluti af yfir- borði hvers reits. Síðan var metinn hlutur einstakra tegunda í þeirri gróðurjDekju. FJÖLDI TEGUNDA Athugaður var fjöldi tegunda i hvcrjum reit með þeirri undantekningu, að ekki var greint milli tegunda grasa- ættar. Með fáum undantekningum fækkaði tegundum verulega við áburðargjöf, en friöunin ein breytti litlu. Grös eru öðrum tegundum hæfari til að nýta áburð og lifa í þéttum sverði, séu vaxtarskilyrði að öðru leyti þolan- leg. Tegundum fækkaði yfirleitt um leiö og hlutur grasa í gróðurjækju jókst. Að meðaltali voru 16 tegundir í hverjum áburðarlausum reit, 14 tegundir jjar sem boriö var á annað hvert ár og 9 tegundir t reitum, sem fengu áburð árlega. I eftirverkunarreitunum fjölgaði tegundum heldur, jaegar frá leiö, jrótt Jaeir næðu ekki fjölbreytni áburðarlausu reitanna á tilraunaskeiðinu. Frávik frá þessari reglu urðu helst til fjalla. Þar fækkaði tegundum hvorki né fjölgaði við áburðargjöf, enda náðu grös j^ar ekki sömu yfirburðum og á láglendi. HLUTUR EINSTAKRA TEGUNDA í GRÓÐURÞEKJU Grös (Poaceae) Þekja allra tegunda grasaættar var metin í einu lagi. Grös áttu mjög mis- stóran hlut í gróðurþekju við upphaf tilraunanna, eða frá 2% upp í 63%. Á átta stöðum var hlutur grasa minni en 10%. Það voru blautustu mýrarnar, ntosaþembur og kvistlendi. Grös breiddust lítið út við friðun, en á flestum stöðum var aðeins um sumarfriðun að ræða, eins og áður segir. Grösin brugðust aftur á móti vel við áburðar- gjöf. Á öðru sumri áburðargjafar var hlutur þeirra orðinn 53—93% af 101

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.